"Það sem helst hann varast vann..."

Þingmenn stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingar voru ekki einhuga um þær miklu ívilnanir sem Steingrímur J. Sigfússson stóð fyrir vegna kísilvers á Bakka.

Nokkrir þingmenn meirihlutans voru ekki fylgjandi þeim og sumum fannst lítið leggjast fyrir kappann, þegar einn þeirra þingmanna VG, sem lengst og mest hafði gagnrýnt stórfelldar ívilnanir fyrir stóriðjuna, stóð fyrir slíku sjálfur.

Hlutfallslega voru þeir 5 milljarðar, sem talið er að falli á ríkissjóð þegar yfir lýkur meira en stjórnir Sjalla og Framsóknar höfðu afrekað í þessu efni.

Stærsta afrek Sjallaframsóknarsamfó var að gefa Alcoa upp tekjuskatt upp á tugi eða jafnvel hundruð milljarða í orkusamningi sem gilti í 40 ár og valtaði yfir fjárveitingavald Alþingis, en þar að auki fylgdu lítt minni ívilnanir varðand virðisaukaskatt.

En það er engin furða að Steingrímur fari undan í flæmingi varðandi sitt afrek í kjördæmapoti, og af því að nú er að koma tími lestrar Passíusálmanna í útvarpinu er skeytt hér saman línum úr tveimur ólíkum ljóðum:  

 

Hulda spann og hjartað brann

á höfðanum fann hann unnustann, 

og það sem helst hann varast vann

varð þá að koma yfir hann.  

 


mbl.is Framtíðin sker úr um Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband