5.2.2019 | 02:34
Tregða og ótti gagnvart beinu lýðræði.
Þegar litið er yfir feril stjórnmálaflokka landsins síðustu áratugi og ummæli forsætisráðherra skoðuð kemur berlega í ljós vantraust stjórnmálamanna á kjósendum.
Og þess vegna er ekki undarlegt hve lítils trausts Alþingi nýtur.
Vinstri grænir lögðu fram tillögu um að samhliða Alþingiskosningunum 2003 yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um Kárahnjúkavirkjun.
Þingmenn hinna flokkanna felldu hana.
Í kringum aðildarviðræður að ESB hringsnerust flokkarnir eftir því hvort þeir voru í stjórn eða stjórnarandstöðu og fleiri dæmi eru um að flokkar hafa látið aðild að ríkisstjórn ráða því hvort þeir væru með eða á móti þjóðaratkvæðagreiðslum.
Ótti þingmanna við beint vald kjósenda skín í gegn gagnvart tillögum Stjórnlagaráðs um beinar persónukosningar og jafnt vægi atkvæða, enda þótt kjósendur sýndu hug sinn greinilega í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012.
Það hefur nefnilega lengi verið þverpólitískur meirihluti á Alþingi, sem þorir ekki að horfast beint í augu við þá sem kjósa þá beint:
Þessi meirihluti í hverjum kosningum er skipaður þeim þingmönnum, sem geta setið rólegir á kosninganóttina með glas í hendi, af því að "þeir eru í öruggum sætum."
Þessu þarf að breyta
Beinar persónukosningar hafa reynst ágætlega í þeim löndum nálægt okkur sem nota þær.
Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.