Dýrkeyptara að aðhafast ekkert. Auðhumla.

Þegar rætt er um rányrkju auðlinda jarðar og loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra mikla úrtölumenn ævinlega fyrir sér kostnaðinn við að gera ráðstafanir til að koma böndum á hömlulaust bruðl jarðarbúa. 

Tengd frétt á mbl.is er þarft lesefni til að varpa ljósi á hinn stórfenglega vatnabúskap Himalayafjallanna, sem snertir lífsskilyrði tveggja milljarða manna allt frá Afganistan til Burma, meðal annars vegna stórfljótanna sem renna úr fjöllunum. 

Andri Snær Magnason hitti Dalai Lama á sínum tíma og hefur haldið merkilega myndskreytta fyrirlestra um þetta mál, sem meira að segja rataði til Vesturlanda allt til Íslands í myndgerði þjóðsögu um kúna Auðhumlu, þar sem spenar hennar voru í sagnageymd sunnanverðrar Asíu stórfljótin sem ráða svo miklu um lífsskilyrði meira en fjórðungs mannkyns. 

Mun dýrkeyptara verður að fást við afleiðingar hvarfs jökla og breytts vatnabúskapar heldur en ef gripið hefði verið strax til ráða til að afstýra hruni þeirra hagkerfa, sem bruðldýrkendur bera svo mjög fyrir brjósti.  


mbl.is „Loftslagskrísan sem enginn heyrði af“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er full ástæða til að grípa til aðgerða, að því gefnu að loftslagsbreytingar séu af manna völdum og að ísöldin sem við erum á sé hið eðlilega ástand og breytingar frá henni óeðlilegar. Það er auðvelt að segja það og heimta það. En þegar kemur að því að bera kostnaðinn benda allir á einhvern annan. Væri Ómar Ragnarsson tilbúinn til að lækka í tekjum um þriðjung til að sporna við hugsanlegri hækkun hita af manna völdum? Eða telur hann einhverja aðra eing að bera kostnaðinn?

Vagn (IP-tala skráð) 5.2.2019 kl. 12:26

2 identicon

Sæll Ómar.

Leiðtogarnir eru okkur hugstæðir
en flökkusögur nokkru síður.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.2.2019 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband