Kominn tími til að konur láti til sín taka. Hlutföllin 21:1 á þinginu!

Það er hressandi að sjá hvernig Sara Björk Gunnarsdóttir lætur til sín taka í umræðum um forystu KSÍ og formannskosningarnar á þingi þess. 

Vandamálið varðandi þátttöku kvenna og afskipti þeirra af málefnum KSÍ er margra áratuga gamalt og það er löngu kominn tími til að þær tali og láti til sín taka svo að það verði senn liðin tíð að hlutföllin á milli kvenna og karla á þingi séu 152:7 sem er sama hlutfall og 21:1 !

Þær þurfa bæði örvun og stuðning en einnig að sækja sjálfar fram. 

Sú var tíð fyrir aldarfjórðungi að kona síðuhafa og vinkona hennar, sem tóku virkan þátt í íþróttastarfi fatlaðra, vildu vinna að málum skjólstæðinga sinna innan íþróttahreyfingarinnar en þar við ramman reip að draga. 

Það var eins og þarna væri sérstakur karlaheimur. Það er merkilegt miðað við þær framfarir sem þó hafa orðið innan íþróttahreyfingarinnar að sjá megi hlutföllin 21:1 varðandi kynjahlutföllin og það hjá sambandi þar sem slík tala ætti ekki að vera draugur aftan úr forneskju frá því að svipuð tala en þó heldur skrárri sást á Idrætsparken fyrir 52 árum.  

 


mbl.is Sara gagnrýnir Geir - hrósar Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband