"Skyldudjammið" er dýrkeypt. Ca 100 dagar á ári plús bein útgjöld.

Á bak við vikulegt helgarfyllerí er íslensk hefð, sem sennilega er minnst aldargömul. 

Annað orð yfir fyrirbærið er "skyldudjamm" sem er afar lýsandi orð, því að það túlkar ákveðna félagslega pressu á stóran hluta þjóðarinnar um að "fara út á lífið", sletta úr klaufunum og "detta í það" helst um hverja helgi. 

Eitt af brýnustu viðfangsefnum þeirra, sem reyna að komast út úr ákveðnum vítahring, sem þessu fylgir, er að kafa rækilega ofan í það, hve mikils áfengis eða fíkniefna þeir hafi neytt að jafnaði. 

Tekur það oft talsverðan tíma að komast að réttri niðurstöðu, því að höfuðatriðið í alkóhólisma eða fíkn er lygi sem byggist á sjálfslygi. 

Einn þeirra, sem fór í meðferð og gekk í gegnum þessa rannsókn, sagði að niðurstaðan hefði verið sú, að ef hann hefði gefið svínum þetta, hefði hann verið ákærður fyrir refsiverða meðferð á dýrum. 

Ákveðin vísbending felst í því hve dýrkeypt skyldudjammið getur verið þegar allt er lagt saman, ekki aðeins beinn fjárhagslegur kostnaður, heldur líka samanlagður tími.

Tveir sólarhringar yfir hverja helgi í ölvun og timburmenn þýða, að meira en hundrað sólarhringar á ári hafa farið í þetta.


mbl.is 20% karla verða ölvaðir í hverri viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er samt ekki ókristilegt að telja fyllerísraus sé nægilegt til eilífrar útskúfunar  "Ummælin sem féllu eru ófyrirgefanleg" líkt og Katrín forsætisráðherra Ísland telur en ef til vill er hún að hneigjast til Mekka.

Grímur (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 19:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einn helsti burðarás kristninnar er fyrirgefning, sem byggð er á sannri iðrun þess sem um hana biður. 

Ómar Ragnarsson, 9.2.2019 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband