Bekkjarbræður í Laugarnesskóla drukknuðu. Annar í þolköfun.

Þolköfun er vandasöm og það er ekki nýtt að slíkt hafi kostað mannslíf.

Síðuhafi upplifði það á unga aldri að tveir bekkjarfélagar hans drukknuðu í gömlu Sundlaugunum í Reykjavík, annar í 7 ára bekk árið 1947 og sá síðari í 12 ára bekk árið 1952. 

Báðir voru bráðefnilegir drengir, og sá eldri var orðinn afbragðs sundmaður aðeins tólf ára gamall.

Þriðji æskuvinur frá þessum árum var hætt kominn í sundi en slapp naumlega.

Fráfall Áka Ákasonar, sonar þáverandi menntamálaráðherra, varð minnisstæðari en ella vegna þess að tvö bekkjarsystkin hans voru fulltrúar bekkjarins við útförina og var síðuhafi annað þeirra. 

Aldrei var minnst á það nákvæmlega hvers vegna Áki drukknaði en þegar sessunautur minn Ágúst Ágústsson drukknaði 1952, var hann í þolköfun, þar sem honum hlekktist á. 

Sérkennileg tilviljun var það að upphafsstafir beggja voru Á.Á., og upphafsstafir þriðja vinarins var B.B. 

 

 


mbl.is Var í kalda pottinum og að æfa köfun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband