Hvert mannslíf er of dýrt til þess að rússneska rúlletan viðgangist.

Lengi hafa legið fyrir útreikningar á því hvert peningalegt tap fylgi hverju banaslysi. Þá er ekkert tillit tekið til þjáninga eða sálræns tjóns. 

Á núvirði gæti þessi ískaldi reikningur hljóðað upp á milljarð fyrir hvert mannslíf. 

Og tjónið vegna alvarlegra slysa í hlutfalli við það og samanlagt er um að ræða varla minna en fimmtíu milljarða króna árlega. 

Það er því ekki aðeins eftir miklu að slægjast varðandi framlög til slysavarna í formi þjónustiu og mannvirkja, sem minnka mikið tjón, heldur beinlínis ekki boðlegt að stunda þá rússnesku rúllettu sem spiluð er með líf, limi og farartæki, sem lýst er í tengdri frétt á mbl.is. 


mbl.is Keyptu sér ekki miða um „dauðadal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þá vakna spurningar eins og:  Eru allir milljarðs virði fyrir þjóðarbúið? Hvað þarf að setja marga 50 milljarða í vegakerfið áður en slysum fækkar nægjanlega til að vegabæturnar fari að skila sparnaði? Er það kostnaðarlega hagkvæmt að setja 1000 mannára vinnu í framkvæmd sem gæti mögulega lengt líf einhvers um 50 ár? Hversu stór hluti kostnaðarins er vegna útlendinga og telst því ekki tap Íslenska þjóðarbúsins? Hvað má reikna með að margir slasist eða láti lífið við eða vegna framkvæmdanna?

Það má lengi reikna. Og það er sérstaklega gaman, og útkoman fyrirsjáanleg, þegar byggt er á áætlunum og sérvöldum breytum en ekki raunverulegum tölum og öllum breytum. Ef vilji þjóðarinnar til að fara í vegabætur á að ráða þá skipta útreikningarnir engu máli. Ef útreikningar eiga að ráða hvort farið sé í vegabætur eða ekki þá eru þeir góð leið til að auðvelda pólitíkusum að hundsa vilja almennings. Þeir sem nota tölfræði máli sínu til stuðnings verða að passa sig á því að þau rök eru tvíbent vopn.

Vagn (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband