Gamalkunnugur draugur, störukeppni með slæmum afleiðingum.

Að undanförnu hefur gamall draugur birst í formi störukeppni launþegahreyfinga, ríkisstjórnar og atvinnurekenda, sem í gegnum áratugina hafa oft endað í skæðum verkföllum með slæmum afleiðingum. 

Sum verkföll hafa afleiðingar, sem jafnvel aldrei tekst að vinna bug á. Þannig er rætt um það, að síðasta sjómannaverkfall, sem var afar langvinnt, hafi haft þær afleiðingar, að hluti af fyrri mörkuðum hafi endanlega glatast. 

Oft hafa skæð og langvinn verkföll haft slæmar afleiðingar fyrr á tíð, en með tilkomu hinnar viðkvæmu ferðaþjónustu sem mikilvægasta atvinnuvegar landsins, geta afleiðingarnar af slíkum verkföllum orðið mun verri nú en nokkru sinni fyrr. 

Eðli störukeppni er það, að þá geta þátttakendur í henni misst stjórn á henni og þar með atburðarásinni.

Þegar litið er á svokölluð útspil til að koma til móts við sjálfsagðar kröfur lægst launaða hluta launþega, blasir við skilningisleysi og nánasarháttur, sem boðar ekki gott. 


mbl.is Tillögurnar langt undir væntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er slæmt ástand og því miður er það að mestu leyti komið til vegna óheppilegra aðgerða ríkisins fyrst og fremst, sem hafa kynt undir óánægju. Svo bætist við að ný, herská og óreynd forysta nær völdum í launþegafélögum.

En útspilin geta held ég aldrei mætt ítrustu kröfum, líkt og að fella niður tekjuskatt á lægstu laun. Þá þyrfti að fylgja þeim umtalsverður niðurskurður í ríkisfjármálum, og ekki yrði það til að hjálpa þegar kemur að samningum við opinberu starfsmennina.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.2.2019 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband