Þau fatta þetta ekki, komin langt út úr veruleika .

Launahæstu stéttir þjóðfélagsins sem eru búnar að skammta sér launahækkanir á síðustu mánuðum og misserum, sem nema jafnvel margföldum heildarlaunum hinna verst settu er komin langt út úr veruleikanum, sem blasir við tugþúsunum Íslendinga dag frá degi. 

Þessir valdhafar, bæði á vettvangi atvinnulífs og stjórnmála, fjarlægjast æ meira venjulegt fólk og fatta ekki þá djúpu undiröldu, sem fáir hafa skrifað meira um en Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, bæði "innvígður og innmúraður" í stærsta ríkisstjórnarflokkinn. 

Bæði á hans síðu og þessari hefur verið vísað til atburðarásina, sem hófst í nóvember 1963 og skilaði árangri á næstu árum. 

Það lifir enginn á tölum um kaupmátt, sem hefur ekki peninga til að kaupa, og er látinn borga skatta af launum, sem eru meira en hundrað þúsund krónum undir fátæktarmörkum. 

Að þeim verst settu séu boðin í raun úr digrum sjóðum ríkisins ekki meira en 6000 krónur á mánuði í kjarabætur er ekkert annað en móðgun og blaut tuska framan í þetta fólk. 

Og af atvinnurekenda hálfu er boðin minni hækkun en nemur verðbólgu.

Yfirlýsingarnar núna eru í æpandi mótsögn sem forystufólk Vg sagði fyrir síðustu kosningar til að krækja í atkvæði fólksins, sem nú finnst það illa svikið.   


mbl.is „Til­lög­urn­ar af­skap­lega góðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Rétt mælir þú Ómar.

Haukur Árnason, 20.2.2019 kl. 20:21

2 identicon

Fátæktarmörkin eru rúmlega 300.000 á mánuði. Þau fóru yfir 300.000 þegar lágmarkslaun voru hækkuð í 300.000. En fátæktarmörkin miðast ekki við neina lágmarks þörf heldur miðast þau við laun sem eru undir helmingi af miðgildi launa landsmanna. Fátæktarmörkin hækka því við hverja launahækkun og hinir lægst launuðu verða ætíð undir fátæktarmörkunum.

Það sem er að rugla þig er neysluviðmiðið, sem sumir kalla framfærsluviðmið, sem er miðgildi eyðslu og eru um 425.000. Neysluviðmiðinu, framfærsluviðmiðnu, er ætlað að sýna venjuleg útgjöld hins dæmigerða Íslendings. Fátæktarmörkin og neisluviðmiðin eru í eðli sínu tölur sem ætíð verða hærri en lágmarkslaun. Þau eru þess vegna vinsæl viðmið þeirra sem vilja beita blekkingum og rangfærslum máli sínu til framdráttar.

Davið12 (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 21:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt nýjustu fréttum eru þessi mörk í kringum 350 þús á mánuði. 

Ómar Ragnarsson, 20.2.2019 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband