Ferill þessa máls er ekki fagur.

Í sláandi heimildamynd um Blöndulínu 3 kom glögglega fram hvernig lymskulegum aðferðum var beitt á marga lund til að þröngva henni upp á alla þá fjölmörgu, sem hefðu vaknað upp við vondan draum ef trixin hefðu tekist.  

Eitt athyglisverðasta atriðið var, þegar Landsnet vitnaði í vandaða og dýra úttekt, sem fyrirtækið hefði látið gera á kostnaðarmun á línu ofan jarðar eða neðan, og átti að sýna, að lína í jörð væri margfalt dýrari. 

Þegar andófsfólk vildi fá að kynna sér þessa úttekt, færðist Landsnet undan, og þurfti að beita upplýsingalögum til þess að krefjast þess að fá að sjá þetta dýra snilldarverk. 

Það fengu þeir síðan ekki, því að Landsnet sagði, að hún væri týnd!  

Hið viðamikla verk á kostnað almennings var týnt! 

Þessi risalína á að fylgja ferðafólki á leið þess um um Norðurland og fara meðal annars meðfram veginum eftir endilöngum Öxnadal um túnfót á bæ listaskáldsins góða að Hrauni í Öxnadal, náttúrufræðingsins og náttúrufrömuðsins Jónasar Hallgrímssonar. 

Ekki til umræðu að setja hana í jörð. 

Draumsýn þessa væri hægt að lýsa í breyttum texta ljóðs Hannesar Hafstein um Jónas:  

 

Þar sem háa hóla

háreist möstur gylla, 

lína ljótra póla

landslaginu spilla. 


mbl.is Undrast hvað liggi á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem fyrrum fljótamaður þá þekki ég nokkuð þarna til, Ómar. Allir þessir mótmælendur sem komu fram í þessari " heimildarmynd" voru bændur sem eru með háspennulínur heim að bæjunum. Og það er sennilega meiri mengun af fjóshaugunum hjá þeim svo við tölum nú ekki um bílakirkjugarðana en af þessari byggðarlínu. Þessi byggðarlína er ætluð til að tengja saman línuna kringum landið sem er forsenda þess að hægt sé að raforkuvæða hafnir. Ég held þetta séu öfgar.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 21.2.2019 kl. 08:34

2 identicon

Sæll Jósef Smári Ásmundsson.

Stóri munurinn á háspennulínum Landsvirkjunnar og fjóshaugum bænda, eða bilakirkjugörðum þeirra er....að bændur eru oftast með þetta á eigin landi, og bæði fjóshaugirunn og bílakirkjugarðurinn er gjarnan auð-fjarlægjanlegur eða auð-felanlegur, án þess að skaði sé að. 

Háspennulínan liggur oft um fólkvang, eða landi sem almenningur á aðgang að og vill gjarnan njóta fegurðar af.

Vissulega getur verið skynsamlegt að nýta þá endurnyjanlegu og meinta vistavæna orku, sem við höfum, okkur til góða, en gígavattstundir Landsvirkjunnar koma seint í stað þeirra ánægjustunda sem við höfum af fallegri náttúru.

Þú getur spurt þann fjölda erlendra ferðamenna. eða kvikmyndagerðarfólk sem hingað koma að því. 

Best og skynsamlegast er, sé hægt að fara bil beggja, nýta og njóta, sé skynsmalega staðið að verki í uphafi, jafnvel þó upphafskostnaður sé meiri, þá er heildargróði og gæði til framtiðar meiri.

Öfgar skammtímasjónnarmiða gera engum eða fáum gott til lengdar. 

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 21.2.2019 kl. 10:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er grundvallarmunur á hinum litlu línum, sem liggja heim á bæi, eða risalínum, sem verða að vera svona yfirgengilega stórar, af því að stóriðjan krefst þess. 

Öfgarnar liggja í því að fara með slíkar ófreskjur yfir hvað sem fyrir er. 

Ómar Ragnarsson, 21.2.2019 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband