Fáránleg og drepfyndin "jeppa"keppni.

Hvað eiga bílarnir á myndunum, sem birtast munu hér, sagmeiginlegt?DSC05471 

Jú, þær eru af bílum sem sagðir eru í auglýsingum vera "jeppar", en aðeins einn þerra, Citroen Mehari, getur staðið undir því heiti. 

Skoðum forsöguna. 

Rekja má söguna af "jeppa"keppni bílaframleiðenda aftur til ársins 1977.

Þá sýndist Simca-verksmiðjum vera það mikil sala í dýrum Range Rover jeppum, að hægt yrði að bjóða bíl, sem liti jafnvel verklegar út en væri miklu ódýrari og þar að auki með rými fyrir sjö sæti og gæti þess vegna tekið hluta af markhópnum, sem Range Rover var miðaður við. Hyundai Kona (2)

Simca 1100 bílliSimca 1109 var einfaldlega tekinn og afturhlutinn hækkaður og stækkaður og honum auk þess lyft með aukinni veghæð. Hann leit út eins og "cross-country" bíll, skammstafað "xc". DSC05470

Hugmyndin beið skipbrot. Aðeins nokkur þúsund Simca Rancho seldust á ári. Fólk lét ekki útlitið plata sig.

Þetta var ekki jeppi með eingöngu drif á tveimur hjólum og það á öfugum enda, ef fara þurfti upp brattar brekkur. 

Þegar hlaðið var fólki og farangri í bílinn seig hann niður að aftan, og meginþungi bílsins færðist á hinn driflausa afturhluta þegar fara þurfti upp brattar brekkur, oft með grófri möl  eða lélegu gripi fyrir veslings framhjólin. 

Í dag er öldin önnur. Nú moka bílaframleiðendur "jeppum" á markaðinn, sem ekki er hægt að fá með afturdrifi, svo !Renault Kadjar, Opel Crossland og Grandland og Hyundai Kona rafbíllinn, og kalla þetta hikstalaust jeppa. 

Til að fullkomna "jeppa" blekkinguna eru notuð orð eins og "cross" eða stafurinn x í heitum þessara "jeppa." 

Kona "rafjeppinn" er í auglýsingum sagður vera fyrsti rafjeppinn, -  og í dag er auglýstur "fyrsti jeppinn frá Citroen, C5 Aircross." Einn af kostum hans er firna stórt farangursrými, líkt og á Simca Rancho forðum daga. DSC05469

Og af hverju er skottið svona stórt? 

Jú, af því að það er ekkert afturdrif á "jeppanum"!

Og ókostir þess að vera ekki með fjórhjóladrif eru svipaðir og á Simca Rancho í den: Þegar mikill þungi er að aftan á leið upp brattar brekkur er til lítils að hafa læst drif að framan þegar vantar afturdrifið, sem mestu skilar upp brekkur.

Í Auto Katalog þýska bílatímaritsins Auto Motor und Sport má sjá, að þessi Citroen"jeppi" litur að vísu sterklega út en "dugar ekkert utan vega, ("nict gelandetauglich").  Hann er ekki "jeppi" í þeim skilningi, sem hingað til hefur verið ríkjandi hér á landi. 

Munurinn síðan 1977 er hins vegar sá, að nú gleypir fólk við því sem umboðin keppast við að auglýsa sem "jeppa". 

Einn Simca Rancho var fluttur til Íslands og þá datt engum Íslending í hug að kallað þann bíl jeppa.Citroen Sahara 

Í ofanálag er C5 Aircross ekki fyrsti "jeppinn" sem Citroen framleiðir. 

1961 framleiddi Citroen fjórhjóladrifinn Bragga sem hét Sahara. 

Eins og sést á meðfylgjandi mynd er varadekkið ofan á húddinu. 

Ástæða: Það er ekkert pláss fyrir dekkið í skottinu, þar sem eru afturdrifið og vélin sem það knýr. 

Jeppar hafa hér á landi frá tilkomu þeirra fyrir meira en 70 árum þurft að hafa þetta: Fjórhóladrif, mikla veghæð og lágan fyrsta gír. 

Sahara var ekki með lágt drif og það felldi hann.DSC05472

En það var magnað að þetta skyldi vera tveggja hreyfla bíll, þar sem hæg var að grípa til þess ráðs, ef annar hreyfillinn fór ekki í gang, að láta hina vélina draga eða ýta í gang eftir atvikum! 

Síðar framleiddi Citroen bíl, sem gat staðist jeppakröfurnar betur, Mehari og var hann meira að segja brúklegur fyrir heri sem torfærubíll. 

Mehari mátti fá með fjórhjóladrifi, háu og lágu drifi og sæmilegri veghæð. 

Sá bíll var fyrsti raunverulegi jeppinn frá Citroen. 

Svo að öllu sé til haga haldið má C5 Aircross eiga það, að veghæðin er góð, lítil skögun að aftan og framan og hægt að læsa þessu eina drifi bílins.  

En bílablaðamönnum Auto Motor und Sport þykir ekki nægja til þess að segja að hann sé duglegur utan vega (gelandetauglich). 

Og fyrst það er auglýst að Hyoundai Kona rafbíllinn sé fyrsti rafjeppi landsins, væri mun frekar hægt að segja það um Tazzari Zero, minnsta og ódýrasta rafbílinn, sem er með nánast enga skögun að aftan eða framan, með 18 sm veghæð óhlaðinn og með 70% þungans á drifhjólunum, sem eru að aftan, þannig að þunginn og gripið aukast við það að fara upp bratta brekku í stað þess að minnka, eins og á bílum með framdrifið eitt. 

 

 

 

 


mbl.is Kynna hraðskreiðasta jeppa sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Góð skrif og löngu þörf.

Mikið var ég orðin leiður á þessum skilgreiningum bílaframleiðenda og bílasala á því sem þeir kalla jeppa.

Varðandi skynsama skilgreiningu og eign á jeppa, þá hef ég oft litið til þinnar jeppaeignar, Ómar.  Þar ertu með tæki sem henta þér vel til síns brúks, án þess að kosta næstum íbúðarverð eða ríkulega útborgun í íbúð.

Þú þekkir bifreiðasögu betur en ég, Ómar og mannst tímana tvenna.

Er það rangt hjá mér að það var fylgni á milli stækkandi bíla og olíukreppunar árið 1973 ?  Svo sem ekki raunfylgni, en fylgi samt.

Er eitthvað svipað að gerast í nútimanum ?

Undanfarin ár hafa sumir "litlir" bilar farið stækkandi, t.d. Nissan Micra, og svo allir þessir "jepplingar."

Hefði haldið, að á tímum orkusparnaðar og skynsemi, væri við hæfi að sýna sig á litlum sparneytnum bíl. Kannski vill fólk sýna, að það hafi efni á að eyða, bæði peningum og orku. 

Jeppi kemur seint inn á mitt heimli, ekki meðan ég hef ekki þörf á honum. Ég sætti mig við, að konan vill eiga gamlan Subaru, þeir eru ansi oft jafngildi jeppa, og konan er að vestan, þar sem snjóar stundum upp undir eyrnasnepla. Þá þarf stundum öfluga bíla.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 23.2.2019 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband