Það einfaldasta er oft best.

Sterkustu minningarnar um tónlistarflutning snúast oft um svo einfalda tjáningu, að undrum sætir. Dæmi frá langri ævi:  Nina Simone að syngja ein við eigin píanóleik "I love you Porgie."

Chet Baker, - eða Páll Óskar, að túlka lagið "My funny Valentine." 

Kornung skólastúlka, Sara Pétursdóttir, að syngja til sigurs í keppni framhaldsskólanna "To make you feel my love", grafkyrr horfandi beint framan í myndavélina,  Brenda Lee að syngja "I´m sorry", Frank Sinatra og Nancy Sinatra, "Strangers in the night", "Nat King Cole og Natalie Cole, "Unforgettable", Elly Vilhjálms, orðalaust, "Sveitin milli sanda." 

Dæmin eru miklu fleiri en öll snerta einfalda og beintengda túlkun á góðum lögum og ljóðum. 

Tónlistin er hugsanlega magnaðasta listformið. Hjá fólki með elliglöp lifir hún afar oft lengst í minni. 

"Ars longa, vita brevis" sögðu Rómverjar, "listin er langlif, lífið er stutt." 

Og einmitt núna spretta fram hendingar í hugsanlegu millispili í textanum "Góðar og glaðar stundir." 

"Listin er löng - 

lífið er stutt. 

Seiðandi söng 

sæl getum flutt 

frá unaðsstundum okkar,

sem áttum forðum tíð."


mbl.is Eftirminnilegasta atriðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband