Notkun stefnuljósa stórlega ábótavant. Furðulegt.

Sérkennilegt er það hátterni íslenskra bílstjóra að gefa ekki stefnuljós eða að gera það rangt í stórum stíl eins og kom fram í nýlegri könnun. 

Þetta hlýtur að liggja að einhverju leyti í þjóðarsálinni og hefur kannski verið lýst best í ljóðlínunum  

"Á Íslandi við getum verið kóngar, allir hreint 

og látum engan yfir okkur ráða..."

Það er eins og þessi ótrúlega stóri hluti ökumanna telji það árás á persónufrelsi að láta aðra vita hvert sé ætlunin að aka. 

Og ef það er gert, er það með semingi og tregðu, sem veldur því að stefnuljósið birtist alltof seint til þess að það gagnist öðrum ökumönnum. 

Hluti orsakarinnar getur verið að ökumenn séu í stórum stíl uppteknir í farsímum sínum og hafi af þeim sökum ekki tæknilega möguleika á að gefa stefnuljós. 

Eða að kæruleysið, sofandahátturinn og tillitsleysið séu í svo miklum mæli að leitun sé að öðru eins í nágrannalöndum okkar. 

Fyrir heildina skapar þetta ekki aðeins óþarfa hættu og öryggisleysi í umferðinni, heldur bitnar þetta bitnar á öllum, líka þeim sem finnst einhver ávinningur fólginn í því að vanrækja jafn bráðnauðsynlegs og einfalds atriðis og það er, að auðvelda og greiða fyrir umferð með því að gefa stefnuljós.  


mbl.is Brot 430 ökumanna mynduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski bæta við:Hvað merkir blikkandi gult við gangbraut ?

Bodvar Gudmundsson (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 19:11

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég kalla stefnuljós núna "frekjuljós" því alltof margir ökumenn gefa frekjuljósin til að troða sér framfyrir aðra ökumenn.

Sigurður I B Guðmundsson, 25.2.2019 kl. 20:29

3 identicon

Ómar hvernig veist þú að þú sért kominn inn á 30 km svæði innan þéttbýlis sem dæmi þar sem hámarkshraðinn er 30 km á klukkustund? Ökumenn vita og læra að gullnareglan er 50 km hámarkshraði í þéttbýli þarf ekki að setja skilti fyrir þann hraða við veg bara þéttbýlismerki sem segir okkur að við séum komin inn á svæði sem er fyrir innan þéttbýlis

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 20:35

4 identicon

Ég held að sveitamennskan (ekki niðrunarorð) sé okkur Íslendingum enn mjög í blóð borin.

Forfeður okkar og formæður þurftu litlar áhyggjur að hafa af því að rekast á hvert annað á förnum vegi.

Þó var undantekning á. Kvensöðlar voru vinstra megin á hestum, þess vegna  þurftu menn að vikja til vinstri þegar þeir mættu ríðandi konum í söðli á þröngum reiðgötum.

Þetta var í umferðarlögum á Íslandi allt til ársins 1968, en þá voru götur orðnar breiðari og konur í söðlum sjaldgæf sjón. foot-in-mouth

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 20:58

5 identicon

Þegar reglurnar eru fæstar bundnar í lög en eru frekar einhverjar hugdettur starfsmanna umferðastofu, og breytast eftir geðþótta, þá hættir maður að fylgjast með og nota þessi skrautljós. Það er ekki þannig að það sé ávinningur fólginn í því að hundsa stefnuljósin, það er frekar að það sé stofnanaskapaður ruglingur og tilgangsleysi í notkun þeirra.

Vagn (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 20:59

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einfalt dæmi. Þú ert á leið út úr Skeifunni til vesturs, og ætlar að beygja til vinstri til að fara eftir Grensásvegi í suðurátt að Miklubraut. 

Það kemur grænt ljós, en ef bílar, sem koma á móti þér niður Fellsmúlann ætla beint áfram austur í Skeifuna verður þú að bíða eftir því að þeir komist leiðar sinnar. 

En sumir sem koma svona á móti þér ætla að beygja suður Grensásveg eins og þú. 

Ef þeir láta þig vita af því með stefnuljósi að þeir ætli ekki beint áfram, getur þú beygt til vinstri í stað þess að bíða. 

Oftar en ekki gefa þessir bílstjórar, sem koma niður Fellsmúlann, ekki stefnuljós þótt þeir ætli að beygja, og dæmi eru þess, að þeir séu svo margir sem haga sér svona, að þeir komi í veg fyrir alla umferð sem er að fara sömu leið og þú áður en það kemur rautt ljós. 

Það þarf hvorki að vera "tilgangsleysi" né "ruglingur" í notkun stefnuljósa. 

Þvert á móti liggur einföld skynsemi að baki því að notað þau ALLTAF og alltaf rétt, en ekki svo seint, að enginn tími er til að nýta sér þessa bráðnauðsynlegu upplýsingagjöf. 

Þ

Ómar Ragnarsson, 25.2.2019 kl. 21:20

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta með stefnuljósin er alls ekki bundið við Íslendinga. Sunnudagsbílstjóri einn fyrir utan Frankfurt skaust á 90 km harða í veg fyrir mig á 220 km hraða án þess svo mikið sem að líta til hægri né vinstri né að gefa stefnuljós. Sem betur fór voru bremsurnar góðar. Þetta var skömmu fyrir hádegi á sunnudegi, eina deginum sem hægt er að komast áfram á þýskum hraðbrautum fyrir vörubílum.

Svo þegar ég flutti heim í sveitasæluna hér á Íslandi þá hét ég því að ég myndi aldrei láta af þeim góða sið að gefa stefnuljós. En svo gerist það bara, að í 250. skiptið sem ég er að beygja einn í næstum því heiminum á 20 km harða, út af malarveginum inn á afleggjarann sem er enn meiri malarvegur, að ég lít í spegilinn og segi, æi ekki núna. Eftir 10 ár í viðbót er ég sennilega orðinn aðlagaður að fullu og keyri eins og sannur Íslendingur.

Einfaldast er bara að gera ráð fyrir að allir séu fífl í kringum mann í umferðinni. Það kostar ekkert, virkar vel og þarf ekki að tala um það. Ég skil þessa áráttu. Hún mun ekki hverfa við hundraðfalt röfl og nagg.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2019 kl. 21:27

8 identicon

Er hægt að ætlast til þess að ökumenn beri virðingu fyrir stefnuljósa reglum þegar kerfið sem dæmi býr til reglugerð gegn umferðalögunum um hraðatakmarkanir innan svæðis sem er innan svæðis samkvæmt umferðalögunum?

Það er ekki heimild í umferðalögunum fyrir reglugerðinni en hún fær að lifa því dómstólar, ákæruvaldið lögregla, umferðastofa dómmálaráðuneytið tryggingarfélög og  allir sem koma að umferðamálum eiga ervitt með aö snúa blaðinu við og viðurkenna vitleysuna sem hefur fengið allt of lengi að lifa eða síðan 2002 ef ég man rétt sem hefur leitt til þess að ófáir ökumenn hafa verið dæmdir eða sextaðir fyrir að hafa verið teknir á of miklum hraða á þessum sjónhverfingar svæðum sem þessi svæði geta verið út af reglugerð sem stenst ekki umferðarlög né skoðun með vitrænum huga Ert þú til á rúntinn með mér Ómar??

Baldvin Nielsen

Ómar þar sem þú ert áhugasamur um umferðamenninguna langar mér að bjóða þér á rúntinn og sýna þér þetta betur life og og til að taka myndir af vitleysunni svo þú getur útskýrt þetta betur fyrir þínum bloggvinum þetta er svo ótrúleg regla sem platar allt of marga 

Með bestu kveðjum, Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 26.2.2019 kl. 09:31

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta getur ekki verið einfaldara. Menn gefa stefnuljós þegar þeir beygja og skipta um akrein. Og þeir eiga að hleypa öðrum inn á sína akrein þegar menn vilja komast inn á hana. Annars virkar ekkert og gatnamót ekki heldur. Að gleyma því er og verður eðlilegt, fámennið stuðlar að því. En ökumenn eiga að fara eftir umferðarreglunum en ekki reyna að setja þær. Leggja sig fram um fara eftir reglunum. Annars virkar ekkert.  

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2019 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband