Hvernig kom rafdrifið við sögu við fall út úr bíl?

"Boltinn sprakk og Fram vann" var einu sinni fyrirsögn á íþróttafrétt. Þetta var gott dæmi um það hvernig hægt er að vekja slíka forvitni með fyrirsögn fréttar, að flestir sem sjá hana, eru knúnir til að lesa hana. 

En í þessari frétt var ekki minnst á boltann, enda er ekki yfirleitt minnst á hann í fréttum af boltaíþróttum. 

Svipað gildir um fyrirsögnina "Féll úr rafmagnsbifreið á ferð." Hún vekur forvitni um það hvaða þátt rafmagnið átti í slysi, út því að það er sérstaklega nefnt í fyrirsögninni. 

Spurningar vakna: Er fólki hættara við að falla úr rafmagnsbílum en öðrum bílum? Hvernig getur rafdrifið átt þátt í slíkum slysum? 

Í fréttinni kemur síðan ekkert í ljós, sem bendir til þess að rafkerfið hafi átt þátt í falli starfsmannsins, en sagt er að bíllinn hafi verið staddur á flughlaði Leifsstöðvar. 

Og spurningarnar verða fleiri: Ef maður hefði fallið úr bíl á flughlaði fyrir 15 árum, hefði fyrirsögnin þá orðið svona: "Féll úr dísilbíl á ferð"?

Eða: "Féll úr bensínknúnum bíl á ferð"?

 


mbl.is Féll úr rafmagnsbifreið á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband