1.3.2019 | 22:49
Stjörnustríðsdraumurinn um yfirráð í geimnum endurvakinn.
Á tíma Ronalds Reagan í Hvíta húsinu voru lagðir fram mikilfenglegir draumar um geimher og geimhernað að þær hlutu heitið "Stjörnustríðsáætlunin."
Hún byggðist á þeirri hugsun að geimher og geimvarnir Bandaríkjanna yrðu svo með slíka yfirburði í geimnum, að engar eldflaugar óvinanna kæmust þar í gegn.
Bein afleiðing þessa hefði auðvitað orðið sú, að Bandaríkin yrðu einráð í geimnum og gætu hótað hvaða þjóð sem væri útrýmingu án þess að óttast nokkra viðspyrnu.
Þessi draumur tekur fram öllum fyrri draumum í mannkynssögunni um heimsyfirráð, því að jafnvel Hitler og Stalín óraði ekki fyrir að þeir gætu náð geimyfirráðum í viðbót við yfirráð yfir jörðinni.
Glæsilegra dæmi um að gera Bandaríkin "great again" er erfitt að hugsa sér.
Tillaga um geimher send til þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.