3.3.2019 | 18:01
Hluti af n.k. "unglingamótþróaskeiði" á Vesturlöndum.
Aðrar fréttir dagsins en sigur Hatara í gærkvöldi eru af svipuðum meiði. Í kjarabaráttunni ráða ferðinni þeir, sem nýttu sér óróa og mótrþróaskeið, sem er á Vesturlöndum og tóku völdin í stærstu verkalýðsfélögunum.
Sósíalistaflokkurinn nú nýtur minna fylgis en hreinnn kommúnistaflokkur naut í Alþingiskosningunum 1937 en hinn nýi sósíalismi er þegar kominn lengra í valdatöku sinni en kommarnir þá.
Gulstakkarnir í Frakklandi, fylgismenn Trumps í Bandaríkjunum og þjóðernissinnar í nokkrum Evrópulöndum eru dæmi um andóf úr ólíkum áttum þar sem ekki er hikað við að skipta út ást og setja inn hatur.
Unglingamótþróinn er oft ekki rökvís eða samkvæmur sjálfum sér eins og nýja slagorðið að elska fyrst áður en hatrið muni sigra.
Ráðist er að því sem hafa verið ríkjandi gildi úr fleiri en einni átt og við getum átt von á því að Hatarar muni bera fram misvísandi skilaboð.
Macron Frakklandsforseti virðist hafa verið sá eini sem játaði að hafa haldið fram rangri stefnu og baðst afsökunar. Og ekki einu sinni er víst að það dugi.
Hér heima hefðu slíkar yfirlýsingar átt að vera komnar ásamt aðgerðum iðrunar og yfirbótar fyrir löngu.
Skoðun dómara gæti skipt miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í gegnum allar kynslóðir hefur yngri hlutinn viljað kenna eldri hlutanum um allt sem miður hefur farið og þóst geta gert miklu miklu betur - og heimurinn hefur batnað. Það gleymist bara svo oft að muna eftir öllu sem er betra en áður og taka því bara sem sjálfsögðum hlut
Grímur (IP-tala skráð) 3.3.2019 kl. 18:26
Góð grein Ómar. Þetta eru afsprengi vinstri sinnaðra manna. Við vitum vel að þeir sem geta ekki unað sinni eigin stjórnarskrá og vilja breyta ollu sem hefir virkað í aldir. Við verðum að lifa með strangar formúlur annars missa menn tökin á sjálfum sér. Foreldrar verða að hafa aga líka og svo koll af kolli.
Eigum við kannski eftir að segja.: Hvernig er loftslagið úti í stað hvernig er veðrið. Það stefnir í það fyrra vegna rugls og agaleysis.
Hér er ekki verið að tala um heraga svo það sé á hreinu.
Valdimar Samúelsson, 3.3.2019 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.