7.3.2019 | 23:26
Sérkennilegt stöðumat.
Stjórn Sjómannafélagsins er með einkennilegt stöðumat. Búið er að dæma kosningar og annað athæfi stjórnarinnar kolólöglegt, en hún lítur svo á, að hún sé enn með full og lögleg völd í félaginu og geti gert þeim, sem brotið var á, kosti að hætti hússins.
Valdhrokinn lifur góðu lífi.
Málið er dæmalaust, svo mikið er víst, og viðbrögð Heiðveigar Maríu því skiljanleg.
Afþakkar sæti í samninganefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stjórnin var dæmd fyrir brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur en dómurinn var ekki ógilding athæfisins. Stjórnin var bara dæmd til sektargreiðslu.
Næstu skref eru breytingar á lögum félagsins á næsta aðalfundi og samkomulag milli stjórnar og Heiðveigar og jafnvel annað dómsmál náist ekki sættir. Það eru engar sjálfvirkar leiðréttingar og lagfæringar.
Og félagafrelsið gerir að stjórninni er óheimilt að gera Heiðveigu aftur að félagsmanni nema með hennar samþykki, ætlað samþykki eða eitthvað sem stjórnin les á netinu nægir ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 8.3.2019 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.