"Lífið er of stutt fyrir lélega hjólbarða."

Einn af fyrstu lærdómunum fyrir síðuhafa og bróður hans þau tíu ár, sem þeir kepptu á upphafsárum bílaralls á Íslandi, var að hafa hjólbarðana og ástand þeirra í forgangi yfir allt annað. 

Jafnvel þótt það kæmi fyrir að ekið væri á sóluðum börðum, urðu þeir að standast álagið og vera með besta fáanlega mynstrinu. 

Síðustu fimm árin var aðeins ekið á bestu fáanlegu sérhönnuðu Micehelin hjólbörðunum eftir að búið var að ryðja burtu ýmsum fordómum og fáfræði um keppnishjólbarða. 

Til dæmis þeim, hve litlu munaði um það, þótt ein sekúnda ynnist á hverjum kílómetra á sérleið. 

Í alþjóðarallinu voru sérleiðirnar í kringum 500 kílómetrar. Það gerði 500 sekúndur alls ó ávinning á betri dekkjum, eða meira 8 mínútur alls í rallinu. 

Þegar þessi lærdómur var fenginn, var frekar var eftir það látið vera að euka hestaflatölu en að gefa eftir varðandi hjólbarðana. 

Aðeins einu sinni í 38 röllum urðum við að skipta um dekk. Það var óhjákvæmilegt, á næstum 200 kílómetra langri sérleið á miðjum Sprengisandi. 

Margra ára kvíði fyrir að klúðra þessu eina skipti gufaði upp við að takast þetta á innan við tveimur mínútum. 

Flestir gerðu þau mistök að byrja á að euka vélaraflið og færa sig síðan eftir driflínunni niður í dekkin. 

Það var alveg öfug leið. Vélin braut gírkassann, hann braut síðan drifið, drifið braut síðan öxlana. 

Nokkur almenn slagorð varðandi dekkin:  

 

"Hjólbarðarnir eru eina beina snerting bilsins við veginn." 

"Grip og gæfa fylgir góðu dekki en skrik og skelfing lélegu." 

"Þú hemlar ekki eftir á." 

"Lífið er of stutt fyrir léleg dekk."

 

Og síðan smá samtal: 

 

"Er hægt að elska hjólbarða?"

"Nei."

"Jú." 

"Ha?"

"Jú, ef hann hefur bjargað lífi þínu." 

"Já, þú meinar."


mbl.is Helmingi hjólbarða ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill og ég er algjörlega sammála

hef aldrei átt nýjan bíl en marga umganga af nýjum dekkjum af öllum gerðum og stærðum

Grímur (IP-tala skráð) 9.3.2019 kl. 19:34

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Góður. Ekki gleyma góðum skóm heldur;-)

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2019 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband