Maður rétt slapp.

Heimurinn er oft lítill á okkar tímum og fjarlæg atvik geta haft áhrif ótrúlega víða.

Í gær hafði  síðuhafi  vissar hyggjur af því að flugmiði frá Íslandi til fundar í Brussel sem keyptur hafði verið miði fyrir með Boeing 737 Max 8 í morgun gæti orðið ónýtur ef vélar af þessari gerð yrðu settar í flugbann.

Svo fór að þetta flug slapp til, vélin lenti í Brussel um hádegi en skömmu síðar hafði allt flug þessara þotna verið bannað á flugstjórnarsviði Bretlands, sem þýddi, að flug framhjá því yrði of dýrt.

Allt frekara vandræðastand vegna vélanna getur orðið afar dýrkeypt fyrir marga. 

Markhópurinn á milli 150 og 200 farþegar í hverri vél er sá stærsti í fluginu, eins og sést á því að Boeing 737 er langsöluhæsta farþegaflugvél allra tíma, alls um 11 þúsund. 

Þróunin hefur verið sú að nýta sér kosti sparneytinna og aflmikilla hreyfla fyrir þotur af þessari stærð, en vegna þess að 737 er mun eldri hönnun en sambærilegar Airbus þotur hafa Boeing verksmiðjurnar neyðst til að færa nýju hreyflana framar á vængjunum og skekkja þar með þungadreifingu og loftflæði svo mikið, að setja hefur orðið heilmikið sjálfstýri- mælakerfi í vélarnar og þjálfa flugmenn sérstaklega. 

Lokun breska flugstjórnarsvæðisins fyrir Max 8 kemur sér illa fyrir Icelandair, sem hefur veðjað á Max 8 og þarf sérstaklega á því að halda vegna legu lands okkar og leiðakerfisins að missa ekki vélar út úr flotanum. 

Ef boeing missir frá sér þann síðasta þróunarmöguleika 737 sem Max 8 þotan hefur verið, að ekki sé talað um frekari þróun, kostar það bæði margra ára framleiðslutöf og gríðarlegar fjárhæðir bæði fyrir Boeing og flugfélögin, sem höfðu veðjað á þennan gamla, góða hest. 

Og Airbus hagnast. 

Trump getur að vísu gripið til svipaðra ráða og gegn kanadískum framleiðendum véla í næsta flokki fyrir neðan og sett meira en 200 prósent tolla á Airbus í Bandaríkjunum, en það eru bara fleiri þjóðir en Bandsríkjamenn á þessum framleiðslumarkaði.


mbl.is Bretar banna flug MAX-þota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bæði slysin urðu í 3.heiminum þar sem þjálfun á þesar vélar virðist ábótavant. Þær flugu td. um alla Ameríku í dag...

GB (IP-tala skráð) 12.3.2019 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband