13.3.2019 | 16:13
Getur verið sannleikskorn hjá Trump en fleira er mögulegt.
Það þarf ekki ofurþotur hvað snertir sjálfvirkni og vandasama "verkferla" til þess að skapa þeim varasamar aðstæður eins og Donald Trump bendir réttilega á.
Þannig er hættuminnsta einkaflugvél heims og sú mest selda, Cessna Skyhawk, svona farsæl vegna þess hve hún er "forgiving" eins og það er kallað á enskunni; hún er einstaklega hrekklaus og fyrirgefur flugmönnum meira en aðrar vélar.
Síðuhafi átti á tímabili og flaug flugvél, sem var í hópi þeirra flugvéla, sem var búinn tiltölulega flóknum búnaði á vængjunum til þess að gera kleyft að fljúga henni sem allra hægast inn til lendinga á sem stystum brautum.
Vængbrúnirnar voru með tvöföldum raufum líkt og gerist á fullkomnum farþegaþotun, og flaparnir voru afar stórir, sömuleiðis með tvöföldum raufum.
Þar að auki voru hallastýrin með tvöföldum raufum og voru tvískipt; innri helmingurinn virkaði jafnframt sem hreyfanlegir flapar.
Þetta þýddi að hægt vara fljúga vélinni miklu reistari og með stærra áfallshorni en öðrum vélum.
Í slíku flugi, þar sem sýndur hraði gat verið allt niður í 24 hnúta, var hins vegar loftmótstaðan orðin svo mikil, að vélin hélt ekki hæð nema á fullu leyfilegu stöðugu afli.
Í venjulegu aðflugi á venjulegri vél var talsvert svigrúm til viðbragða, ef til dæmis óvænt niðurstreymi skall á á síðasta hluta aðflugsins.
Margæfð viðbrögð voru að auka aflið og nota svigrúmið milli ofriss og flugs til að lyfta nefinu og stöðva lækkunina.
Á Dornier vélinni og sömuleiðis á þeim tveimur vélum af Helio Courier gerð, sem fluttar hafa verið til landsins, varð hins vegar að breyta þessu í það, að gefa fullt afl en beina nefinu örstutta stund niður á við til að auka hraðann um nokkra hnúta svo að hún ofrisi ekki og fengi lyftikraft til flugs.
Þetta útheimti alveg sérstaka einbeitingu flugmanns sem beindst gegn margæfðum ósjálfráðum viðbrögðum í öfuga átt.
Mistök í hinum nýja verkferli ollu hins vegar svo mörgum slæmum slysum erlendis, að ákveðið var að banna að setja fulla flapa á vélina. Í stað 45 gráða mátti aðeins nota 35 gráður.
Sú skipun barst aldrei varðandi þessara tilteknu Dornier-vélga til eigenda þeirra á Íslandi, og af þremur eins hreyfils vélum af gerðinni Do, brotlentu tvær.
Síðuhafi er þakklátur fyrir það lán að hans vél slapp.
Önnur Helio vélanna brotlenti fyrir mörgum áratugum, en hin er enn fljúgandi.
Flugvélar orðnar alltof flóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trump hefur yfirleitt réttara fyrir sér en margir aðrir Ómar minn.
Halldór Jónsson, 13.3.2019 kl. 18:40
Ég man ekki hvernig hann orðaði þetta, en r sammála Halldóri í því að Trump hafi oftar rétt fyrir sér en menn vilja viðurkenna.
En það er ekki hægt að líkja stórþotum við einkaflugvélar af neinni gerð. Herþotur fljúga í raun ekki, og stórþotur eru það stórar að þú getur ekki stjórnað þeim nema með aðstoð tækninnar í henni. Verið er að "tölvuvæða" þessa tækni, með mjög vafasömum niðurstöðum ... til dæmis eru rússneskar herþotur með "ekki tölvuvæddan mekkanisma", sem lendir flugvélinni rétt ... jafnvel þó að flugmaurinn hafi misst rænu. Kaniánn sínum tíma, hafði leyst þetta vandamál, ég man eftir því sem unglingur að horfa á AFRTS á Íslandi, þegar þeir voru að þróa Apache þyrluna. Svíar fóru á rassgatið með þetta, fyrir tveim árum síðan. Þetta, jafnvel þó þeir hefðu grundvallar hugbúnaðinn fyrir hendi.
Örn Einar Hansen, 13.3.2019 kl. 19:47
Þess má geta að fyrstu herflugvélarnar sem tóku sjálfvirkt við af flugmanninum ef hann missti meðvitund í nokkrar sekúndur í dýfu voru Junkers Ju87 steypiflugvélarnar.
Samlíkingin á Dornier/Helio vélunum og Boeing 737 Max8 varðar það að í báðum tilfellum er verið að bæta við eiginleika og getu vélanna umfram það sem gengur og gerist.
Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort um er að ræða flókinn tölvustýrðan sjálfstýribúnað sem bætir við nýjum möguleikum á mistökum og bilunum, eða flugeiginleika, sem bætir við nýjum möguleikum á mistökum.
Ómar Ragnarsson, 13.3.2019 kl. 21:40
Já, loksins rataðist kjöftugum satt orð ( tíst) á munn (lyklaborð). Er Sammála Trump, aldrei þessu vant.
Nú veit ég ekki hversu vel þessi týpa lætur að stjórn handvirkt. En frændi Steini heitinn flugmaður hafði þá reynslu,að ein af stærri vélum í sögunni Bumban, léti lygilega vel að stjórn. Hélt því fram að hún væri sú flugvél sem kæmi næst Spitfire ! Sem hann flaug í baráttunni um Bretland.
Eitthvað virðist allavega ganga illa að taka yfir handvirkt, það skýrist vonandi hvers vegna. Og allra vegna.
En er algjör amatör sjálfur. Skal tekið fram.
P.Valdimar Guðjónsson, 13.3.2019 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.