Gefur vonir um afl fjölmiðla.

Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna Íslands gefa vonir um að sú veiklun fjölmiðlunar, sem reið yfir með Hruninu sé að ganga til baka með góðum verkum þeirra, sem hljóta þessar tilnefningar. 

Einnig er vonandi að aðgerðir til styrktar hinu ómissandi hlutverki fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi getu borið árangur eins og að er stefnt. 

Án viðunandi frammistöðu fjölmiðlanna er hætta á ferðum í heimi sívaxandi útbreiðslu falskra frétta og upplýsinga. 

Þegar litið er yfir listann yfir tilnefningarnar og skoðað, hverju það hefði munað að ekkert af þeim mauðsynlegu upplýsingum sem þar koma fram hefði litið dagsins ljós, er það gott dæmi um þðrfina á vaxandi afli fjölmiðlunar, sem stendur undir nafni. 

 


mbl.is Umfjöllun mbl.is tilnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þegar allir fjölmiðlar verða komnir á spena framsóknarflokksins, þá væntanlega verður þessi merkilega blaðamennska sem verið er að verðlauna, aðgengileg öllum eða hvað? Ekki dettur mér til hugar að kaupa áskrift að Stundinni eða DV samstæðunni eða prenthluta Moggans.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.3.2019 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband