Vantar að höfða til breiðari fjölda.

Athyglisvert er að bera saman tvær byltingar í smíði farartækja með rúmrar aldar millibili. 

Hin fyrri var þegar í stað hests var settur bulluhreyfill til að knýja vagninn. Eftir er á næstum hlálegt hve lengi bílarnir með sínu kantaða og háreista lagi litu út eins og vélknúnir hestvagnar. 

Það var ekki fyrr en á fjórða áratugnum sem fráhvarf hófst fyrir alvöru frá hestvagnafjöðrum yfir í sjálstæða gormafjöðrun og sjálfberandi straumlínulagaðar yfirbygginggar. 

Svipað gerðist þegar rafbílar fóru að ryðja sér til rúms. Margir þeirra eru enn soðnir upp úr bulluhreyflaknúnum bílum og er hinn söluhái Mitsubishi Outlander ágætt dæmi um það. 

Elon Musk sló í gegn með því að endurhugsa og endurhanna frá grunni rafknúinn bíl, en það sem skorti upp ár var, að bílar hans voru alltof dýrir fyrir venjulegt fólk.

JMeðan á orkuskiptununum stendur er mikilvægt að höfða til breiðs og stórs hóps fólks, því að það eru ekki allir sem hafa ráð á að kaupa rafbíl fyrir fjórar milljónir að lágmarki. 

Þess vegnar verður spennandi að sjá hvað á eftir að koma út úr því framtaki Volkswagen verksmiðjanna að smíða rafbíl, sem er svo algerlega hannaður með rafhlöður og rafhreyfil í huga, að ekki verði hægt að nota hann knúinn með öðrum orkugjafa. 

Að ekki sé nú talað um ef ódýrustu rafbilarnir gætu orðið helmingi ódýrari en nú er.  

 

 


mbl.is Kynþokkafull Tesla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Verðið lagast kannski eitthvað þegar þeim tekst að smíða rafbíl með rafhlöðum sem hægt er að fjarlægja á stuttum tíma.  Ég meina á fáeinum sekúndum, fyrir engan pening.

Þannig yrði hægt að leigja bara þessar rafhlöður, og skyndilega yrði þetta allt minna mál.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.3.2019 kl. 18:12

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ég man að kínamenn framleiddu ódýra rafbíla  en þeir kostuðu nokkur þúsund dollara en vorum með lead acid geymum, Ekkert tölvu gismó en málið er ef menn ætla bara að nota bílanna innanbæjar þá var það í fínu lagi. Geymirinn hefði dugað yfir árið eða 300 hleðslur eða meira og hefði ekkert orðið dýrari en lihium batteri.

Valdimar Samúelsson, 15.3.2019 kl. 18:21

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er nokkurs konar þumalfingursregla, að blýgeymar eru tvöfalt þyngri en samsvarandi lithiumgeymar en líka helmingi ódýrari.  

Sá síðasti sem ég sá auglýstan sem geymi í rafhjóli, hvarf úr listum yfir rafhjól fyrir þremur árum. 

Ómar Ragnarsson, 15.3.2019 kl. 20:37

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ef við setjum kröfurnar ekki of hátt segjum 10 til 20 km á dag með 24/28 DC og bíl sem fer ekki hraðar en 70 max.

Hvar værum við meira að segja mætti þetta vera Twinn bíll en ekki endilega. :-) 

Valdimar Samúelsson, 15.3.2019 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband