15.3.2019 | 21:02
Metsnjór er frekar merki um metúrkomu en metkulda.
Einn algengasti misskilningurinn, sem haldið er á lofti varðandi loftslagsbreytingar, er að met snjókoma á ákveðnum svæðum sé tákn um kulda og kólnandi veður.
En hins vegar er það aukin úrkoma fyrst og fremst sem veldur met snjóalögum, enda er snjór úrkoma.
Þetta kom greinilega í ljós í upphafi aldarinnar, þegar jöklarnir í Noregi, svo sem Folgefonn og Harðangursjökull ásamt þeim fjöllum og hálendi em hæst stóð, fengu á sig meiri snjósöfnun en árin á undan.
En þrátt fyrir þetta héldu jöklarnir áfram að hopa. Ástæðan var sú, að hlýnunin á vorin, sumrin og haustin, sem meðal annars birtist í því að það voraði fyrr og haustaði síðar en áður, en þetta olli því að það bráðnaði meiri snjór en nam aukinni snjósöfnun efst á hálendinu.
Einnig rigndi meira hæst á norska hálendinu en áður, líkt og nú hefur gerst á Grænlandsjökli.
Oftar rignir á jökulinn að vetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vildi svo til að ég var að horfa á Utube af Grænlandi í gærkveldi þar sem talað var við bændur og almenning og öllum hlakkaði til að fá meiri hita Nema já gettu. Sá sem fór með túrista til að skoða skriðjökulinn í Straumsfirði. Hann var ekki bóndi né almenningur sem þráði hlýrra loftslag heldur buisnes maður sem lifði á túristum.
Valdimar Samúelsson, 15.3.2019 kl. 21:55
Republikani í hjarta - Businessmaður í reynd...= Stuðningsmaður frekari eyðingar lífríkis
Már Elíson, 16.3.2019 kl. 10:22
Már ef þú ert að beina þessu til mín þá ættir þú að athuga hve miklum pening hefir verið beint til Umhverfismála. Ekki bara á Íslandi. það eru Billjónir dollara ofan á Billjónir sem fara til Rannsóknarmanna og ýmissa stofnana í þessu Global Warming og Climate change. Segðu mér svona í gamni. Hvernit er loftslagið núna miðað við fyrir 10 árum. Bara í stuttu máli.
Valdimar Samúelsson, 16.3.2019 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.