18.3.2019 | 00:50
Sláandi líkindareikningur.
Strax þegar fréttist af flugslysinu í Eþíópíu voru fyrstu viðbrögðin hér á síðunni, að það slys og slys í Indónesiú fjórum mánuðum fyrr væru of lík til þess að það væri tilviljun að báðar væru af sömu nýju gerðinni.
Frekari líkindareikningur getur verið sláandi.
Á hverjum degi eru um milljón farþegaflugvélar fljúgandi í heiminum. Varla minna en helmingur þeirra eru búnar viðamiklum sjálfstýribúnaði.
Af þeim eru aðeins um 300 vélar af gerðinni Boeing 737 Max, eða 0,01 prósent. Ef allt væri með felldu ættu líkindi á því að tvær vélar af þessari gerð færust við lík skilyrði með skömmu millibili og væru einu stóru flugslysin í heiminum, að vera nær engin.
Nema að eitthvað svipað væri að þeim.
Fyrsta setningin í fyrsta pistlinum var þó að sjálfsögðu sú, að of snemmt væri að fullyrða neitt afgerandi um þetta.
Nú virðst hins vegar vaxandi likur á því að svipaður agnúi eða galli hafi verð höfuðorksök þess að báðar vélarnar fórust.
Hugbúnaðaruppfærsla í vinnslu hjá Boeing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar. Málið er að þú ef þú værir með 737-300-400 eða hvað þá hefir þú réttindi á 737-800 og max. Komir þú frá flugfélagi sem er með eldri vélarnar og beint til vanþróuðu ríkjanna og settur á 737-800 max. Hvað.? þú flýgur þar til einhveð kemur fyrir sem þú kant ekki að bregðast við. Það eru allar flugvélar með sína reddingar kassa og sem dæmi Yaw damperarnir á eldri flugvélunum sem voru ómissandi upp í himin hæðum.
Þetta er allt byggt á reddingum á alla bóga.
Valdimar Samúelsson, 18.3.2019 kl. 09:35
Það sem ekki er í bílnum bilar aldrei sagði Henry Ford til að réttlæta eindæma íhaldssemi sína í því að taka upp atriði eins og vatnspumpu, bensíndælu, vökvahemla og gormafjöðrun.
Samt getur verið viss sannleikur í orðum hans. Þegar sífellt er bætt við nýjum og nýjum flóknum kerfum getur það endað með því að í einu þeirra leynist galli sem beinist að mannlegri getu, þrátt fyrir allt.
Ómar Ragnarsson, 18.3.2019 kl. 10:51
Rétt Ómar.
Valdimar Samúelsson, 18.3.2019 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.