20.3.2019 | 08:34
Gæti verið öryggisatriði í Kötluhlaupi til vesturs.
Það er orðinn margra ára draumur að brúa Þverá svo að hægt sé að búa til nýja hringleið á hinu vinsæla ferðamannasvæði vestur af Hvolsvelli
Þetta snýst ekki aðeins um hagræði fyrir alla á svæðinu og hagræði fyrir ferðaþjónustu, heldur má ekki afskrifa þann möguleika, að líkt og þegar Drumbabótarskógurinn þurrkaðist út í hlaupi, sem kom úr Kötlu og fór vestur í Landeyjar.
Þótt slík tilfelli virðist vera miklu fátíðari en hlaup niður á Mýrdalssand eða Sólheimasand, verður að líta til þess að stórhlaup í vestur gæti valdið miklu meira tjóni og usla en nokkurt annað.
Þá ríður á miklu að undankomuleiðir séu sem flestar.
Oddabrú yfir Þverá í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég feginn. Þetta er eins og þú segir, öryggisatriði og styttir ýmsar leiðir innan svæðis verulega.
Svo er framkvæmdin ekkert svo rosaleg heldur.
Þarna niður, alveg frá Rangárbrú (eystri Rangá)og niður að Bakkakoti fór ég eitt sinn á kanóbát, hvorki meira né minna!
Maður samgleðst íbúunum á svæðinu, og klórar sér svo samtímis í hausnum yfir því hvernig spilast úr í framtíðinni með t.d. tengingu við Bakka o.fl. En þá þarf nú að hressa upp á margan vegspottan í sveitunum þarna, enda löngu kominn tími til....
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.3.2019 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.