Það tók meira en hálfa öld að afhjúpa skaðsemi reyktóbaks.

Framleiðendur reyktóbaks voru útsmognir við að útbreiða notkun þess á síðustu öld. 

Þekktir leikarar og annað frægt fólk var keypt til að auglýsa það sem tákn hreysti og útiveru. 

Um miðja öldina fóru að myndast glufur í þessa ímynd, en tóbaksframleiðendur sýndu glæpsamlega ósvífni þegar þeir lögðu fram gögn, meira að segja í yfirheyrslu þingnefndar Bandaríkjaþings, sem áttu að sanna hollustu reykinganna. 

Notkunin á frægum persónum fór síðan smám saman að koma þessum glæpamönnum í koll þegar hver stórleikarinn á fætur öðrum fékk krabbamein fyrir allra augum, svo sem Humphrey Bogart og Nat King Cole. 

Þetta fólk varð að lifandi og síðar deyjandi dæmum um skaðvaldinn. 

En áfram var streist við að viðhalda reykingunum og frá því að efasemdirnar um tóbakið byrjuðu og þar til loksins náðist að setja á reykingabann leið meira en hálf öld.  

Rafrettuæðið þrífst á svipuðu og tóbaksreykingarnar fyrstu áratugina svo lengi sem ekki er hægt að sanna skaðsemi þeirra. 

Það er "in" og "töff" að reykja og fyrirbærið er svo nýtilkomið, að ef einhver slæm áhrif fylgja því, mun það taka marga áratugi að finna það út. 

Nikótínfíkn er einhver sú skæðasta sem þekkist, jafnvel erfiðari við að eiga en hjá verstu fíkniefnum. Það er því kaldhæðnislegt að það er talið af hinu góða að framleiðendur rafretta nýt fíknina til að selja sem mest af þeim á þeim forsendum, að þær séu skárri en reyktóbakið. 


mbl.is San Francisco íhugar rafrettubann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma er 90 ára og reykir mikið

drekkur kaffi, borðar sykur

og er svo hress að hún hélt á nöfnu sinni undir skírn um helgina

ég reyki ekki en það er ekki vegna hræðslu við krabbmein

Grímur (IP-tala skráð) 20.3.2019 kl. 22:27

2 identicon

Orð í tíma töluð. Ekki tek ég sjensinn á að veipa meðan hættuleysi þess hefur ekki verið fullsannað með áratuga vönduðum rannsóknum óháðra aðila. Þó rannsóknir síðustu örfárra ára hafi ekki bent til skaðsemi þá er aldrei að vita hvaða óhugnaður kemur út úr rannsóknum í framtíðinni. Ég held mig því, heilsunnar vegna, við reyktóbakið eins og ég hef gert í 44 ár og hvet veipara til að sýna ábyrga hegðun og skipta aftur yfir í reyktóbak.

Vagn (IP-tala skráð) 20.3.2019 kl. 23:21

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afasystir mín, hún Tóta frænka, reykti stóra vindla og býsn af sígarettum alla tíð, flott og fín, og varð 93 ára gömul. 

En, æ, Ragnhildur systir hennar reykti ekki og varð 103 ára. 

Ómar Ragnarsson, 20.3.2019 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband