Jónatan Líndal, bóndi og hreppsstjóri á Holtastöðum í Langadal var í smalamennsku uppi í Holtataðafjalli þegar hann týndi forláta úri sínu, án þess að hafa hugmynd um hvar.
Úrið var stórt, í keðju, og þurfti að opna hulstur utan um það til að sjá á klukkkuna.
Svo liðu árin en 35 árum síðarm um miðja öldina var hann á ferli um fjallið og rambaði þá fram á úrið fyrir einstækra tilviljun, því að ytra byrði hulstursins var orðið ryðgðað og því erfitt að sjá það.
Hann opnaði hulstrið, sá að úrið ver stráheilt, dró það upp, og gekk það eftir þetta "eins og klukka."
Þessi frétt rataði í blöðin og þótti merkileg á sinni tíð.
Ég vona að ég fari rétt með árin, sem úrið var týnt, en það voru einhverjir áratugir.
Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=109225&pageId=1291932&lang=is&q=J%F3natan%20L%EDndal%20Holtast%F6%F0um
Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 03:14
Takk, vagn. Skakkaði tveimur árum hjá mér sem telst sennilega innan skekkjumarka.
Ómar Ragnarsson, 23.3.2019 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.