Hvers vegna að innleiða pakkann ef hann "hefur ekki þýðingu hér nú"?

Fyrirvarinn, sem ríkisstjórnin ætlar að setja fyrir að samþykkja þriðja orkupakka ESB hér á landi, byggist á því, að vegna þess að pakkinn hafi ekki þýðingu hér á landi nema sæstrengur verði lagður til landsins, sé nóg að slá því föstu að það þurfi nýtt samþykki fyrir honum ef strengur kemur. 

Í þessu er augljós mótsögn. Ef pakkinn hefur enga þýðingu fram að þeim punkti, hvers vegna að vera að innleiða hann? 

Af hverju frekar að innleiða hann en til dæmis járnbrautarpakkann á meginlandinu? 

Málið væri auðveldara við að eiga nú, ef hálfsofandi þingmenn hefðu ekki samþykkt það fyrir tveimur árum að orkupakkarnir skyldu heyra undir EES-samninginn. 

Það hefðu þeir ekki átt að gera, því að með því að snúa við blaðinu nú, finnst Norðmönnum við koma í bakið á þeim ef við vísum pakkanum frá núna. 

Hálfur skaðinn varð þegar pakkinn var settur undir EES, en málið verður enn verra ef við hunskumst ekki til að segja strax: Hingað og ekki lengra.  


mbl.is Leggja til orkupakka með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarna væri bara verið að gera norðmönnum greiða af því að þeir eru tengdir við ESB-löndin með rafmagnssæstreng.

Hvaða flokk myndir þú ráðleggja mér að mæla með

ef að ég vildi alfarið hafna þessum sæstreng?

Jón Þórhallsson, 22.3.2019 kl. 14:56

2 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar fjölfræðingur (Polyhistor) !

Að sönnu: mega þessir gjörningar ráðamanna kallazt fullkomin landráð / gagnvart því fólki, sem ann hagsmunum lands og miða og komandi kynslóða: algjörlega.

Þó svo - enginn sé ég þjóðernissinninn, eins og hér fyrr meir, (á yngri árunum) blöskrar mér þessi svikamylla, sem hin lævísa og sundurskerandi rotnunar samkunda:: alþingi og sitjarar þess, hafa uppi, í enn 1 ráðabrugginu, gagnvart hagsmunum almennings, í landinu.

Friðrik VI. (þáverandi Ríkisstjóri): hefði átt að hafa meira fyrir því, að afnema þessa þingnefnu á Þingvöllum, skömmu fyrir aldamótin 1800, hefði honum boðið í grun, að arftaki hans og frændi:: Kristján VIII. endurreisti síðar þetta svika- og kúgunar batterí, undir hvatningar hrópum Jóns nokkurs Sigurðssonar (frá Rafnseyri við Arnarfjörð) og áhangenda hans, í Júlímánuði 1845, í Reykjavík.

Gömlu Rentukammerin - voru / og eru Íslendingum sem og Dönum full boðleg, sem á daginn er löngu komið, hefði þeirra notið við áfram.

Gangi þessi pakka samsetning eftir: skulu íslenzkir borgarar búa sig undir Hundraða:: og jafnvel Þúsunda % (prósenta) Raforkuverðs hækkunum hér innanlands og það jafnvel / þó svo fyrirhugaður strengur Engeyinganna og ESB, milli Íslands og Bretlands sé ekki kominn, upp á teikniborðið: jafnvel.

Þessir hlutir - mega einfaldlega ekki, ganga eftir, fjölfræðingur góður !

Með beztu kveðjum: sem endranær, af Suðurlandi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 15:11

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þeir stjórnmálaflokkar á Alþingi sem samþykkja þennan pakka fremja pólitískt Harakiri.

Kolbrún Hilmars, 22.3.2019 kl. 15:29

4 identicon

Ónefndur flokkur mun sjálfsagt sitja hjá einsog venjulega

en þögn er sama og samþykki

Hýrudraga ætti alla þingmenn sem aldrei treysta sér til að taka afstöðu því þeir eru ekki að sinna því sem þeim er borgað fyrir.

Grímur (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 15:41

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Þriðji orkupakkinn kallar á þann fjórða, Vetrarpakkann. Guð blessi Ísland þá. 

Júlíus Valsson, 22.3.2019 kl. 15:51

6 identicon

Orkuverð á eftir að tífaldast við þennan pakka. Menn verða að greiða kr. 30.000 til kr. 50.000 á mánuði verði þetta samþykkt. Sem sagt 1000% hækkun eins og hjá Enron!

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 17:33

7 identicon

Það þarf að taka föstum tökum á þessu pakki sem er að troða þessu í gegn.

Því miður þá eru Íslendingar orðin algjörlega huglaus aumingjaþjóð sem lætur allt yfir sig ganga.

þorbergur (IP-tala skráð) 22.3.2019 kl. 17:36

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samþykkt 3. orkupakkans mun leiða skelfingu yfir þjóðina. Hækkun orkuverðs mun gera landið nánast óbyggilegt, orkuskipti farartækja munu verð ill möguleg og síðast en ekki síst mun okkar fallegu náttúru verða fórnað. Altari Mammons er frekt á fórnir.

Fyrirvarar eru einskis virði. Annað hvort er pakkinn samþyktur, með kostum og göllum, eða honum er hafnað. Aldrei hefur verið í boði að samþykkja tilskipanir ESB að hluta eða með fyrirvörum.

Gunnar Heiðarsson, 22.3.2019 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband