23.3.2019 | 11:41
Fer eftir því hvað miðað er við.
Uppgangur ferðaþjónustunnar frá 2011 hefur ekki einasta verið slíkur, að við komumst út úr Hruninu, heldur er hann fráleitur grundvöllur fyrir alls konar upphrópunum, sem nú heyrast með notkun á orðunum "samdráttur", svo sem: "Mikill samdráttur hefur orðið í aukningu."
Á aðeins sex árum hefur farþegafjöldi WOW aukist úr engu upp í 3,5 milljónir og það er fráleitt að miða við fyrirbæri sem hefur blásið upp í himinhæðir eins og eldflaug.
Vonandi tekst að vinna úr vandræðum WOW og það er til dæmis ekki sanngjarnt þegar birtur er erlendur listi yfir "verstu flugfélög heims" og lággjaldaflugfélögin höfð þar eins og sakborningar.
Þegar rýnt er í röksemdir fyrir svona dómum kemur í ljós að lágt miðaverð er ekki nefnt á nafn sem ávinningur fyrir flugfarþega.
En í augum farþega þessara flugfélaga er það einmitt lága fargjaldið sem vegur þyngst á vogaskálunum þegar metið er hvort yfirleitt sé hægt að komast leiðar sinnar.
Þeir vita að á móti kemur fábreyttari föst þjónusta en sætta sig við það.
Og þegar sagt er að landsframleiðsla geti dregist saman um 0,9 - 2,7% ef WOW hverfur af markaðnum er verið að miða við langmestu landsframleiðslu allra tíma, tugum prósenta meiri en var fyrir árartug.
Gæti dregist saman um 2,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En í augum farþega þessara flugfélaga er það einmitt lága fargjaldið sem vegur þyngst á vogaskálunum þegar metið er hvort yfirleitt sé hægt að komast leiðar sinnar.
Þeir vita að á móti kemur fábreyttari föst þjónusta en sætta sig við það.
Og þegar sagt er að landsframleiðsla geti dregist saman um 0,9 - 2,7% ef WOW hverfur af markaðnum er verið að miða við langmestu landsframleiðslu allra tíma, tugum prósenta meiri en var fyrir árartug.
Ég er óssamála að undirboð WOW hafi valdið öðru en tapi hjá þeim og Icelandair. ferðamannaukningin er ekki af verðlaginu á flugfargjöldum heldur komst Ísland í tísku hjá ferðamönnum. Þeir hefðu borgað eðlilegt verð fyrir flugmiðana þó WOW hefði ekki komið til með sín undirboð og heildarskaðsemi.
Halldór Jónsson, 23.3.2019 kl. 14:59
Fyrsti verulegi uppgangurinn hjá íslenskum flugfélögum var Loftleiðaævintýrið, sem byggðist á lággjaldafargjaldastefnu þess flugfélags, en farþegarnir sættu sig við að fljúga í eldri, hægfleygari og óþægilegri flugvélum.
Ómar Ragnarsson, 23.3.2019 kl. 16:39
Það er jafn gáfulegt að reyna að bjarga WOW air og ef reynt hefði verið að bjarga bönkunum á sínum tíma. Tapið verður bara ennþá stærra!
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 17:25
Stærsta auglýsing og sú áhrifamesta sem gerð hefur verið fyrir Ísland var þegar Eyjafjallajökull lét ljós sitt skína um víða veröld.
Kærar þakkir Geir Haarde þú varst bænheyrður
B.N. (IP-tala skráð) 24.3.2019 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.