Stefnir í stærsta mögulega vandræðahnút kjaramála?

Engu er líkara en að einhver fjarlæg risahönd stjórni þeirri atburðarás, sem fer í hönd á næstu vikum og stýri stórviðburðum í viðskipta- og atvinnulífi í stærsta mögulega vandræðahnútinn sem hugsast getur. 

Vandræði, óvissa og fyrirsjáanlegt gjaldþrot WOW air virðast eru nú vea að bætast ofan á allt það sem er að hlaypa kjaramálum upp á illleysanlegan hátt. 

Nú mun reyna á þolrif allra sem eru að dragast inn í alveg nýtt ástand á þessu sviði. 

Í öllu þessu umróti virðist eitt þó ætla að verða skýrt þegar heildarlausnin er skoðuð: Sjálftökukjarabótin sem elítan skenkti sér verður ekki hreyfð né möguleikar á að hækka skatta á þá sem mest bera úr býtum. 

 


mbl.is Fundinum slitið vegna WOW air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda sjálftökukjarabótin sem elítan skenkti sér í flestum tilfellum vel undir þeim kjarabótum sem verkalýðurinn hefur fengið. Og frekari leiðréttingar til hækkunar eru fyrirsjáanlegar hjá öðrum hópum sem einnig hafa setið eftir. Ofurlaun Íslensks verkafólks kallar á ofurlaun hjá öðrum.

Stefna nýju verkalýðsleiðtoganna hefur frá upphafi verið að að hleypa kjaramálum upp á óleysanlegan hátt. Stefnan er að knýja fram kerfisbreytingar með því að rústa þjóðfélaginu að hætti Maduros og Chavez. Stefnan er að skapa hrun sem kastar skugga á síðasta hrun og kreppu sem slær öll fyrri met.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2019 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband