Aðferð heimsmeistara: Að taka sér tíma og þreyta andstæðinginn.

Tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM karla voru næsta keimlíkir hvað það varðaði að í báðum var annað liðið klassa ofar hinu að getu og nýtti sér það. 

Íslendingar tóku sér góðan tíma í Androrra til þess að yfirspila andstæðinginn af þolinmæði og fara ekkert á taugum þótt síðara markið kæmi ekki strax. 

Smám saman þreyttist lið örþjóðar, sem er fimm sinnum fámennari en Íslendingar og á ekki jafn mikið úrval af leikmönnum sem spila með þeim bestu í atvinnumennsku í öðrum löndum. 

Í París voru sjálfir heimsmeistararnir í stöðu stórþjóðar á heimavelli í leik gegn liði 150 sinnum fámennari þjóðar. 

Þegar staða leikmanna beggja liða er skoðuð sést vel, að heimsmeistararnir eiga sterkara lið mann fyrir mann, fleiri menn í byrjunarliðum þeirra besgtu í atvinnumennskunni. 

Frakkarnir tóku sér nógan tíma og urðu ekkert ´órólegir, þótt mörkin stæðu á sér. 

Á kköflum léku þeir leiðinlega knattspyrnu sem buyggðist á meiri færni í samspili og sterkara liði mann fyrir mann, sem hélt boltanum og lét andstæðingina hlaupa langtímum saman án boltans. 

Þegar leið á leikinn fóru mikil hlaup íslenska liðsins í þessum eltingaleik að taka sinn toll í snerpu. 

Í flestum markanna munaði kannski ekki nema einu feti í staðsetningum leikmanna á því hvort árás heppnaðist eða ekki, ævinlega heimsmeisturunum í vil. 

Íslenska liðið reyndi hvað það gat að hamla gegn augljósum og eðlilegum gæðamun á heimsmeisturum og næstu liðum fyrir neðan þá. 

Það er engin skömm að tapa slíkum leik, þótt margir felli harða dóma. 

Áfram, Ísland! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Frakkland, Þýskaland,Brasilía?, þessi lið vinna Íslendingar líklega aldrei, en mögulega öll önnur á góðum degi. 

Þetta er aðalega spurning um tvennt, gæði einstaklinganna í liðunum og liðsheildina.  Íslendingar geta unnið lið skipuð miklu betri einstaklingum á liðsheildinni. 

Liðsheildin virðist inngróin hjá Þjóðverjum og nú um stundir hjá Frökkum, Brassarnir þrátt fyrir frábæra einstaklinga eiga til að klúðra liðsheildinni, þess vegna spurningamerkið. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 26.3.2019 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband