30.3.2019 | 21:14
"Á skal að ósi stemma" sagði Þór.
Þessa speki er að finna í frásögninni af för Þórs til Útgarðaloka, þar sem meðal annars kom mikið flóð í á, sem hann þurfti að vaða yfir.
Varð honum þá litið upp eftir ánni og sá, að tröllkonan Gjálp stóð klofvega yfir ána "og gerði hún árvöxtinn" segir í sögunni.
"Á skal að ósi stemma" sagði þá Þór, þreif upp bjarg mikið og kastaði í att að skessunni.
"Eigi missti hann þar er hann kastaði til" er næsta setning í þessari dýrlegu frásögn, sem er dæmi um það, að enska fyrirbrigðið understatement á sér langa sögu.
En setningin "á skal að ósi stemma" merkir, að oft sé markvissast að stöðva slæm fyrirbæri við upptökin sem orðið "ós" á þarna við, heldur en að ráðast á afleiðingarnar í stað orsakanna.
Sögunni af Gjálp lauk ekki þarna, því að þegar leitað var að heiti á nýja eldfjallið milli Bárðarbungu og Grímsvatna, sem gaus haustið 1996 og olli mesta hamfaraflóði hér á landi síðan 1918, stakk Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur upp á heitinu Gjálp.
Það var frábær tillaga að heiti fyrirbæris sem "gerði árvöxtinn."
Stöðvun á sölu plastpoka, plaströra og fleiri slíkrar vöru er augljóslega mun áhrifaríkari og réttari aðgerð heldur en að reyna að eltast við draslið um höf og lönd og jafnvel inn í blróðrás og líkamsvefi í lífríkinum.
Og minnkun á rányrkju auðlinda jarðar og neyslunni, sem knýr hana áfram, er rökréttari leið en sú að viðhalda sífelldri aukningu neyslu og hagvaxtar, sem leiða mun til stórfellds ófarnaðar.
Leggja til bann við plastpokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju láta íslenskir kaupmenn vörurnar ekki í mjög þunna plastpoka um leið og þeir stimpla vörurnar inn eins og hér er gert í USA. Allt önnur þjónusta við kúnnann, miklu hraðvirkara, oft með vinnu gamlingja til viðbótar og aukinni stimamýkt við kúnnann sem kostar hann ekkert og heildarþymgd á plastinu er miklu minni..Nei durtshátturinn er þaðeina sem íslenksir kramarar sýna og fleygja í hbann þykkum plastapoka sem hann borgar svo stórfé fyrir og fær svo til viðb´tar bágt fyrir hjá öllum umhverfisfasistum
Halldór Jónsson, 31.3.2019 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.