31.3.2019 | 12:14
Úkraínskur Jón Gnarr?
Svarið við spurningunni gæti verið jákvætt, en ef spillingin og getuleysið í íslenskum stjórnmálum var þess eðlis að Jón Gnarr yrði svarið í borgarmálum Reykjavíkur, er þðrfin fyrir úkraínskan Jó Gnarr yfirþyrmandi.
Spillingin í Úkraínu hefur verið lengi í þvílíkum hæðum, að vafasamt er að nokkur von sé til þess að vinna bug á henni.
Eitt fleygasta svar Jóns Gnarr á sínum tíma var þegar hann var spurður álits í Reykjavíkurflugvallarmálinu.
Hann svaraði: "Ég veit það ekki. Ég hef enga reynslu af því að flytja flugvöll."
Og grínistinn í Úkraínu gæti svarað á svipaðan hátt, ef hann er spurður hvort og hvernig hann ætlaði að vinna bug á spillingunni í Úkraínu:
"Ég veit það ekki. Ég hef aldrei áður lagt niður spillingu."
Grínisti með mesta fylgið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við skulum vona ekki, Úkraínumanna vegna. Ekki hata ég þá svo mjög að ég vilji siga einhverjum Gnarr á þá.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.3.2019 kl. 13:03
Trump notar sömu taktík með frábærum árangri.
Bíómyndin á RUV á föstudagskvöldið sýndi hvernig "lýðurinn" er afvegaleiddur. Í Róm voru það leikar og brauð en nú er það facebook, twitter og allt hitt.
Var á uppistandi með Eddi Izzard í kvöld hann gagnrýndi hægra liðið fyrir að vera einsog hundar sem gelta - bara til að gelta
En hið sorglega er að uppistadið hjá honum skildi ekkert eftir nema bergmál af hans gelti
Grímur (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.