31.3.2019 | 23:15
Tvö myndskeið í myndinni "In memoriam?" af íshruni.
Í kvikmyndinni "In memoriam?" sem hlaut önnur tveggja aðalverðlauna á kvikmyndahátíðinni í Canavese á Ítalíu 2004, eru tvö myndskeið af mögnuðu íshruni á tveimur aðskildum stöðum, í Grímsvötnum og Kverkfjöllum.
Þetta kemur upp í hugann þegar birt er myndskeið af íshruni og flóðbylgju við brún Breiðamerkurjökuls á mbl.is.
Bæði íshrunin í "In Memoriam?" náðust fyrir ótrúlega tilviljun, einkum Kverkfjallahrunið.
Grímsvatnahrunið má sjá á facebook síðu minni, en þessi myndrammi er af byrjun þess, að ísturninn fyrir miðri mynd hrynji gersamlega.
Flóðbylgja við Breiðamerkurjökul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég kannaðist ekki við þetta orð, að kelfast eða kelfa sig, svo ég flétti því upp og svo virðist sem kelfing sé aðeins notað þegar jökultunga gengur út í sjó og lyftist svo upp og brotnar frá.
Hin merkingin, sem er miklu almennari, er notað yfir kálffullar kýr. Þær eru sagðar kelfdar, en þær kelfa sig þó ekki sjálfar..og kelfing var svo notað yfir burðinn en ekki getnaðinn.
Sem sagt, tvær ólíkar merkingar orðsins kelfing.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.4.2019 kl. 08:13
Saltur sjór kemst inn í Jökulsárlón á flóði, svo að mér finnst vel mega hugsa sér að víkka aðeins sviðið fyrir notkun þessa orðs.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2019 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.