Umfang verkefna fer ekki beint eftir mannfjölda.

Eðli máls samkvæmt fer verkefnafjöldi kjörinna fulltrúa kjósenda ekki beint eftir fjölda kjósendanna. 

Það er því ekki hægt að fullyrða að fjöldi þingmanna eða sveitarstjórnarfulltrúa eigi að fara eftir stærð landa eða kjördæma.

Þannig berast jafnmargar reglugerðir og tilskipanir ESB til þjóðþinganna í aðildarlöndunum og til EES landanna, og því engan veginn sanngjarnt að krefjast þess að Íslendingar komist af með 230 sinnum færri þingmenn en Þjóðverjar, af því að íbúar Íslands eru 230 sinnum færri en íbúar Þýskalands. 

Væri þess krafist að fjöldi þingmanna væri í samræmi við fjölda kjósenda ættu þrír þingmenn að nægja Íslendingum! 

Víða um land kvarta fulltrúar í sveitarstjórnum yfir miklum málafjölda og verkefnum og það hefur víða gert erfitt um vik að fá fólk til þessara starfa.  

Tveir þingmenn flokks á Alþingi á augljóslega erfiðara með að fylgjast með öllum þingmálum en átta sinnum stærri þingflokkkur. 


mbl.is Tveir þingmenn – þrír aðstoðarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband