8.4.2019 | 08:38
Einmitt þess vegna þarf að eyða þessari viðbót.
Undanfarna daga hefur verið austlæg átt á höfuðborgarsvæðinu og fyrir þá sem hafa langa reynslu af flugi er það staðreynd, að nóg er af söndum og gróðurvana landi í austurátt frá borginni til að veita fíngerðu ryki yfir hana.
En einmitt þess vegna er þarf að ráðast gegn þeirri miklu viðbót ryks sem þyrlast upp undan 400 þúsund bílhjólum daglega og sést svo greinilega til dæmis yfir Miklubrautinni vestan Ártúnsbrekkui.
Djúp hjólförin sem myndast af slitinu á malbikinu segja sína sögu um þá tilfærslu á steinefnum, sem á sér stað.
Bílaumferðin ekki uppruni svifryksins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hví eru aðalleiðir höfuðborgarsvæðisins ekki steyptar. Þegar við horfum á steypta kaflann ofan við Mosfellsbæ upp í Kollafjörð sem lagður var upp úr 1970, tæplega 50 ára gamall og er enn fullboðlegur fyrir umferðina, þá klórar maður sér í hausnum yfir þeirri skamsýni að nota ekki steypu meira í vegagerð.
Það er talað um að íslenska mölin dugi ekki í bundið slitlag, mölin í þessum steypta vegi dugar vel, Svifryk myndi hverfa svo til alveg með steyptum götum
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.4.2019 kl. 09:35
Svo er spurning hvort ekki mætti auka betur eftirlit með járnblendiverksmiðjunni á Grunndartanga. Þeir voru með allt galopið í nótt rétt einu sinni. Og Vegagerðin var líka að spara því skökkt var á blásurum í Hvalfjarðargöngunum í gærkvöldi.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 8.4.2019 kl. 11:44
Eina leiðin til að yða svifrykinu af umferðinni er að steypa göturnar en ekki malbika. Heldurðu að Holu Hjálmar og Dagur geri það nokkurntímann?. Þeir bara lækka hámarkshraðann og þrengja göturnar.
Halldór Jónsson, 8.4.2019 kl. 15:18
En hefur eitthvað verið íhugað af hverju við hættum að markaðssetja okkur sem hreinasta borg í heimi yfir í það að vera sú mengaðasta? Kann að vera að við séum að skjóta okkur í lappirnar með umhverfisfasisma?
El Acróbata (IP-tala skráð) 8.4.2019 kl. 17:15
Nákvæmlega, Ómar. Hef oft velt fyrir mér af hverju það er svona margt fólk sem skilur ekki samhengið á milli þess að götur verða holóttar og svifryk fyllir loftið? Heldur fólk virkilega að gatnakerfið hafi sótt um skilnað frá hluta malbiksins, kannski sent það burt í skjóli nætur? Skipað því að hypja sig og koma aldrei aftur...
Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.