Tvisvar verður gamall maður barn?

Máltækið a´tarna er miskunnarlaust, en sú framkoma er líka miskunnarlaus og óvægin gagnvart öldruðum og öryrkjum, sem birtist í því að enda þótt nú sé í áratug búið að ræða um að láta linna þeirri atlögu að kjörum þessara þjóðfélaghópa sem falist hefur í eignaupptöku og stuldi á lífeyri hans, bólar ekkert á efndum eða úrbótum. 

Þótt aldraðir verið sífellt stærri hluti af þjóðinni, er erfitt að finna aðra skýringu á því ofríki, sem þeir eru beittir, að meirihlutinn meini ekkert með því að ræða um þetta óréttlæti, heldur láti sitja við orðin tóm. 

Nú stendur yfir önnur tilfærslan af tveimur á þessum áratug, þar sem um 80 milljarðar eru færðir til í hvort sinn, án þess að gamla fólkið sé virt viðlits. 

Þótt líklega sé lítil von til þess að embætti sérstaks hagsmunafulltrúa aldraðra í stíl við fullrúa barna breyti miklu, felst þó alltaf einhver von í slíkri viðurkenningu á því, að börn og gamalt fólk eigi rétt á að eiga sérstakan málsvara. 

 


mbl.is Vilja hagsmunafulltrúa aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband