"Hvernig væri að líta á landakortið?"

Þessarar spurningar spurði kanadískur sérfræðingur í stórmerkilegu viðtali við Boga Ágústsson sem fór fram hjá samanlögðum fjölmiðlunum, þegar hann var spurður álits á stórskipahöfn í Finnafirði. 

Og þegar litið er á landakortið sést að siglingaleið frá austurströnd Bandaríkjanna til Japans liggur annars vegar um norðvesturleiðina vestan við Grændland og hins vegar meðfram strönd Noregs. 

Siglingaleið frá Evrópu til Japans og Austur-Asíu liggur annars vegar fyrir vestan Grænland, þannig að tekinn yrði stór krókur með því að fara norður til öfugs landshorns á Íslandi og síðan suður fyrir suðurodda Grænlands.

Hin leiðin liggur einfaldlega með strönd norðvestur Evrópu og yrði stór krókur að fara um Ísland. 

Kanadíski viðmælandinn benti á, að engin stórskipahöfn getur þrifist án rándýrra og viðamikilla innviða og þjónustu, upp á hundruð og jafnvel þúsundir milljarða sem skorti gersamlega í Finnafirði.

Allsherjar þjónusta vegna stórskipasiglinga kostaði meðal annars uppbyggingu í skipaviðgerðum og aðgang að umfangsmikilli þjónustu í tengslum við nútíma tæknivæðingu auk góðra samgangna á landi og í lofti. 

Meira að segja væri jafnvel Akureyri hvergi nærri með nægilegt umfang innviða og þjónustu, og eina svæðið sem kæmi til greina á Íslandi væri á suðvesturhorninu, ef ætlunin væri að lokka stórskipasiglingar út úr augljósum siglingaleiðum. 

Og í framhaldi af því má spyrja hvort verkefnin í samgöngum hér á landi séu ekki ærin nú þegar vegna núverandi samgöngumannvirkja. 

 

 


mbl.is Félag stofnað um Finnafjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvað áttu við.  Ef hægt er að byggja höfn fyrir milljarða, verður lítið vandamál að þjónusta hana.  Margir munu hafa áhuga á því.  Auk heldur er hægt að flytja mannskap, tól og varahluti erlendis frá.  Þú manst það eru flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum, svo það þarf ekkert að leita til Reykjavíkur, ef svo ber undir.

Benedikt V. Warén, 11.4.2019 kl. 16:58

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er bara varða á leið Kínverja til heimsyfirráða

Halldór Jónsson, 11.4.2019 kl. 18:15

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er varða á leið Kínverja til heimsyfirráða eins og Halldór segir.

Ég spái því samt, að áður en endanlega kemur á daginn að þetta sé tóm vitleysa verði búið að sóa einhverjum milljörðum af almannafé í þetta. Það gæti jafnvel farið svo að höfnin verði byggð en þangað komi svo engin skip. Þá sitjum við uppi með hreinsunarstarfið.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2019 kl. 20:23

4 identicon

Kárahnjúkaheikennið virðis vera að taka sig upp aftur,ef eitthvað á að gera á landsbyggðini  byrjar betrivitrungurinn að tjá sig.

https://arsskyrsla2018.landsvirkjun.is/efnahagur/rekstrarreikningur

eru þetta slæmar fréttir,Kárahnjúkavirkjun verður skuldlaus eign innan fárra ára og fer þá að skila miklum arði til samfélagsins,en sennilega fer nest af arðinum í ubbyggingu fyrir latte lepjandi lið

? (IP-tala skráð) 11.4.2019 kl. 20:34

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þorsteinn.  Hvaða almanna fé ert þú að fjalla um að verði sóað?

Erlent?

Innlent?

Benedikt V. Warén, 11.4.2019 kl. 21:19

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður innlent almannafé sem verður sóað Benedikt. Og allt verður það auðvitað í nafni byggðastefnu eins og gjarna. Ekkert tillit verður tekið til röksemda á borð við þær sem Ómar kynnir hér og virðast sterk vísbending um að ekkert vit sé í verkefninu.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2019 kl. 22:55

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þorsteinn.  Þessir erlendu menn, hafa þeir aðgang að Íslenskum sjóðum upp á hundruði milljarða? Hvaða sjóður er svo gildur? Segðu frá.

Benedikt V. Warén, 11.4.2019 kl. 23:45

8 identicon

Ratcliffe og Kínverski kommúnistaflokkurinn.

Samnefnari:  Olíuhreinsistöð, í nafni umskipunarhafnar, að hluta til í landi Gunnarsstaða sf.  Steingrímur J. var ólmur að berjast fyrir þessari starfsemi í helferðarstjórninni.  Nú ríkir helferðarstjórn II.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.4.2019 kl. 00:52

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Svo er náttúrlega í uppsiglingu gríðarleg þensla, vegna verkefna á landsbyggðinni, sem aldrei verður vart þegar bullandi byggingaframkvæmdir eru á óseljanlegu húsnæði í Reykjavík. 

Það er því ekki furða að lærðir menn í hagfræði og reiknikúnstum, fari á taugum við það eitt, að eitthvað verkefni er í pípunum á landsbyggðinni. Svona fréttir eru igildi náttúruhamfara og ávísun á svefnlausar nætur hjá þeirri grúppu.   Aumingja þeir.

En auðvita hræða sporin, eins og við Kárahnjúkvirkjun sem skekkti allar hagstærðir, að mati hagspekinga og Excel-prumpudýra.  Sumir voru búnir að reikna allt til fjandans vegna þess verkefnis.

Raunveruleikinn varð að vísu ekkert í líkingu við hræðsluáróðurinn sem dundi á þjóðinni, - en skítt með það, betra er illt að gjöra en ekkert.

Benedikt V. Warén, 12.4.2019 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband