13.4.2019 | 00:26
Allsherjar hlįtur žegar Gluggagęgir axlarbrotnaši.
Ķ meira en fimm įratugi hefur oft veriš hlegiš mikiš ķ įrlegri žįtttöku sķšuhafa ķ litlu jólunum į Sólheimum.
En sjaldan eins mikiš og žegar veriš var aš syngja eftirfarandi erindi ķ laginu "Jólasveinn, taktu“ķ hśfuna į žér"į skemmtuninni 2015, sem var svona:
"Hafiš žiš Gluggagęgi séš
grįa og sķša skeggiš meš?
Glįpir hann alla glugga į.
Gott ef hann ekki brżtur žį."
Til žess aš leika žaš sem sungiš var, sté hinn ķmyndaši Gluggagęgir tvö skref fram į svišinu og stakk hausnum fram til aš brjóta hinn ķmyndaša glerglugga.
En hann tók ekki eftir žvķ, aš inn ķ svišiš gengu nokkura skrefa tröppur, sem sįust ekki ķ rökkrinu žar, žótt meginhluti svišsins vęri uppljómašur af ljósi, sem beint var žangaš śr salnum.
Žess vegna steig Gluggagęgir fram af tröppunum og stakkst eins og eldflaug af himnum ofan nišur ķ salinn, og var sķšar upplżst, aš žetta hefši veriš alveg ólżsanlega fyndiš.
Aš minnsta kosti glumdi viš einhver mesti hlįtur sem žarna hafši heyrst ķ meira en hįlfa öld, svo vel heppnašist atrišiš.
En žegar Gluggagęgir staulašist upp į svišiš til aš halda įfram söng sķnum eins og ekkert hefši ķ skorist ķ samręmi viš kjöroršiš "the show must go on" sį kynnirinn, Magnea Tómasdóttir, aš eitthvaš var įš og spurši lįgt:
"Er eitthvaš aš hjį žér?"
"Jį, ég er axlarbrotinn" var hvķslaš į móti.
"Hvernig veistu žaš?"
"Af žvķ aš ég er sķbrotamašur" var hvķslaš aftur og haldiš įfram meš prógrammiš og žaš klįraš.
Į leišinni į brįšamóttökuna ķ Reykjavķk linaši žaš sįrsaukann aš gera eftirfarandi vķsu:
62 ĮRA SĶBROTAFERILL.
Ég eitt sinn braut višbein; ķ annaš sinn hné,
öxlina“og hįlsbrot en samt er ég glašur.
Žvķ aš žótt ég meš alveg nżtt axlarbrot sé
ég er ekki lengur fįbrotinn mašur."
Į litlu jólunum nęst į eftir vakti athygli mķna, aš bśiš var aš koma fyrir ljósaröš inni ķ hverri tröppu, sem lį upp ķ svišiš.
Žegar spurt var, hvaša heiti ętti aš gefa ljósum af žessu tagi, var svariš:
"Lendingarljós. Ertu ekki flugmašur?"
Hiš sorglega atvik, sem sagt er frį ķ tengdri frétt į mbl.is, minnir į lokaatrišiš ķ Svišsljósum, kvikmynd Chaplins, žar sem grķnistinn vekur mikinn hlįtur viš aš falla af svišinu ofan ķ trommusett og slasast til ólķfis.
Minnir lķka į tilsvar Alberts Gušmundssonar žegar ég sagši honum frį žvķ aš konan hans hefši sagt viš mig, aš ég yrši aš hętta aš lįta hann leika meš Stjörnuliši mķnu, žvķ aš hann vęri hjartveikur og gerši žetta gegn eindregnum rįšleggingum lęknis.
Ég fór eftir žessu, vildi ekki bera įbyrgš į žvķ ef illa fęri, og lét Albert ekki vita af nęsta leik.
En hann frétti af leiknum eftir į, og žegar viš hittumst nęst nišri į žingi, spurši hann svekktur og brśnažungur, af hverju hann hefši ekki veriš lįtinn vita af leiknum. Viš hefšum samiš um žaš į sķnum tķma aš žessi leikir hefšu forgang fram yfir allt annaš, og hann minnti mig į aš hann hefši meira aš segja aflżst fundi sķnum meš formanni fjįrlaganefndar Bandarķkjažings, žegar sį kom til Ķslands, til aš fara frekar ķ keppnisferš meš Stjörnulišinu til Akureyrar. Žegar hann hefši gengiš ķ hjónaband į sķnum tķma hefši žaš veriš hluti af skilmįlum sambandsins, aš hann yrši algerlega einrįšur um knattspyrnužįtttöku sķna.
"En ég vil ekki bera įbyrgš į žvķ ef eitthvaš kemur fyrir žig ķ leik" andmęlti ég.
"Žaš kemur hvorki žér né henni viš hvort ég fer inn į völlinn" svaraši Albert įkvešinn į svip.
Og svo bętti hann viš:
"Ég gęti ekki hugsaš mér dżrlegri daušdaga en aš deyja meš boltann į tįnum frammi fyrir fullu hśsi įhorfenda."
Įhorfendur hlógu žegar uppistandarinn dó | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.