"Jörðin hefur ekki gleypt Geirfinn." Hvers vegna ekki?

Guðmundar- og Geirfinnsmálið, einkum hvarf Geirfinns, voru þannig handleikin af lögreglu, fjölmiðlum og raunar þjóðinni á sínum tíma, að enn eru að koma fram kenningar og tilgátur um þau, sem ekki hafa heyrst eða sést fyrr. 

Það er eðlilegt, ekki bara vegna þess að aldrei fundust lík, morðvopn né neitt annað bitastætt varðandi hvörfin, heldur sést greiniiega að öll rannsóknin og málatilbúnaðurinn voru með þeim endemum, að nú hafa sakborningar, að einum undanskildum, því miður, verið sýknaðir eftir alltof langan drátt á því að málið yrði gert upp. 

Rannsóknin, margföld mannréttindabrot, pyntingar, harðræði voru notuð óspart, og ekki síður það, að enda þótt ýmis gögn og framburðir kæmu fram, sem hefði þurft að rannsaka, var forðast að fjalla um neitt sem gæti skýrt hvörfin á annan veg en að einbeittur vilji ákæruvaldsins um sakfellingu ungmenna næði fram að ganga. 

Á sínum tíma notaði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, orðið "dómsmorð" um þetta, en það orð er notað í viðri merkingu um svona fyrirbæri. 

"Jörðin hefur ekki gleypt Geirfinn" segir í fyrirsögn Morgunblaðsins um nýja heimildamynd, þar sem hugsanlegur angi málsins er kannaður í fyrsta sinn í heimildamynd. 

Síðuhöfundur hefur neyðst, vegna trúnaðar við viðmælendur, til að viðhalda nafnleynd þeirra og bíða eftir því að þeir stígi fram sjálfir og segi sögur sínar. 

Og einn vitnisburðurinn er þess eðlis, að fyrirsögnin sú arna orkar að minnsta kosti tvímælis. 


mbl.is Hví kólnaði slóð elskhugans?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Augljós ættu að vera hverjum manni
þær tengingar sem voru fyrir hendi
frá upphafi þess við Bandaríkin.

Þú aftengir þetta svo með einhverjum góðum pistli!

Húsari. (IP-tala skráð) 13.4.2019 kl. 14:09

2 identicon

Gerald Ford?

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 13.4.2019 kl. 14:27

3 identicon

Nafn hans og heimilisfang er í lögregluskýrzlu...

GB (IP-tala skráð) 13.4.2019 kl. 15:46

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þetta eru engar nýjar fréttir, en áhugaverðara væri að vita hvernig hluti gagna upprunalegu Keflavíkur rannsóknarinnar hurfu, en Haukur Guðmundsson staðhæfði í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu, að það síðasta sem hann sá til þeirra, var að yfirmaður hans,Valtýr Sigurðsson hélt af stað með þau öll í einni tösku, með það fyrir augum að afhenda þau lögreglunni í Reykjavík.

Jónatan Karlsson, 13.4.2019 kl. 16:21

5 identicon

Tölfræðin er mjög skýr þegar kemur að morði eða mannshvarfi þegar það er þriðji aðili í sambandinu. Það er bara þannig.

Óli (IP-tala skráð) 13.4.2019 kl. 18:20

6 identicon

Sæll Ómar.

Það hljómar ekki sennilega nú en
ég er þess fullviss að fram komi gögn
á tiltölulega skömmum tíma sem verði til
að menn sjái mál þetta í nýju ljósi og
að hluta eða allt saman verði það tekið upp aftur.

Húsari. (IP-tala skráð) 13.4.2019 kl. 19:36

7 identicon

Þetta er eins og morðið á J. F. Kennedy. Eftir því sem lengra hefur liðið frá atburðunum hefur bara fjölgað samsæriskenningum og tilgátum. Og nú er svo komið að það er ekki gott partí nema þar sé einhver sem þekkir dularfullt nafnlaust "vitni" sem veit nákvæmlega hvað gerðist.

Vagn (IP-tala skráð) 13.4.2019 kl. 21:18

8 identicon

Sæll Ómar.

Fyrirsögn Mbl. er athyglisverð fyrir þá sök
að hún vísar til tómarúms sem allt eins mætti
útfæra á þann veg að mál þetta kunni að eiga sér
rætur í hræringum innanlands sem utan og einhverjum
ekki leiðst að þyrla þessu ryki upp til þess eins
að draga athyglina frá því öllu.

Ég er sannfærður um að allir þeir sem sátu á sakamannabekk
í máli þessu voru saklausir.

Ætli Erla hafi goldið fyrir kyn sitt að hún ein skyldi undanskilin;
þar ætti enginn að unna sér hvíldar fyrr en réttlætið hefur
náð fram að ganga, - og þannig fer það að lokum og gott betur!

Húsari. (IP-tala skráð) 14.4.2019 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband