Þegar ónákvæmt orðalag sýnist vera smámunir en er það ekki.

"Ekki munaði nema 15-30 mínútum að ekki tækist að bjarga Notre Dame dómkirkjunni." 

Þetta er setning í upphafi fréttar sýnir hve mikilvægt það er í meðferð málsins og frásögnum að taka skýrt til orða, ekki síst hjá blaðamönnum. 

Í ofangreindri setningu er tvöföld neitun fólgin í orðinu "ekki" sem gerir setninguna illskiljanlega og erfitt að lesa hana. 

Fyrirsögnin er lítið skárri: "Notre-Dame var hálftíma frá eyðileggingu." 

Hvað er átt við með því?  Að það hefði ekki þurft nema hálftíma til að gjöreyðilegga bygginguna? 

Það er ekki fyrr en fréttin er lesin að það kemur í ljós, að aðeins munaði hálftíma, miðað við ákveðinn tímapunkt, að alger og óumflýjanleg eyðilegging kirkjunar hæfist. 

Hin setningin, "Ekki munaði nema 15-30 mínútum að ekki tækist að bjarga Notre-Dame dómkirkjunni" felur í sér tvö neitandi orð, en tveir mínusar eru sama og plús, og ber að forðast slíkt í texta.

Setningin hefði litið allt öðruvísi út ef tvítekning orðsins "ekki" hefði verið felld út og setningin til dæmis orðuð svona:  

"Aðeins munaði 15-30 mínútum að það mistækist að bjarga Notre-Dame dómkirkjunni."

Eða: 

"Aðeins munaði 15-30 mínútum að það tækist að bjarga Notre-Dame dómkirkjunni."  


mbl.is Notre Dame var hálftíma frá eyðileggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband