Er rétta orðið "hörð lending" eftir geimskots uppgang?

Á undanförnum átta árum hefur erlendum ferðamönnum, sem koma til Íslands fjölgað um mörg hundruð prósent.  Þegar það er borið saman við hinar og þessar tölur sem sýna eins stafs prósentutölu í samdrætti í ferðaþjónustunni á þessu ári eru orðin "hörð lending" kannski ekki það sem á við. 

Einkum þegar þess er gætt að ekki er útlit fyrir annað en að ferðamenn í ár verði tvöfalt fleiri en þeir voru fyrir aðeins þremur árum. 

Nær væri að huga að því að skapa nauðsynlega innviði og traust, sem nauðsynlegt er til að viðhalda yfirburða stöðu og farsæls gengis þessa atvinnuvegar, sem hann nýtur þótt það sé ekki í einhverjum himinhæðum uppsveiflutalna á borð við þær, sem sáust í aðdraganda Hrunsins á sínum tíma. 


mbl.is Útlit er fyrir harða lendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband