18.4.2019 | 21:07
Þarf ekki að klára fermingarnar fyrir páska?
Þótt ferðalögum innanlands hafi fækkað eitthvað er greinilegt að Íslendingum, sem eru erlendis um páskana fjölgar ár frá ári.
Ein af orsökunum eru mikil kaup Íslendinga á fasteignum erlendis einkum á Spáni þar sem fjölgun flugferða á milli Íslands og Spánar keikur stórt hlutverk.
Margir, sem eiga húseignir erlendis, verða sennilega dálítið háðir því að fara að hegða sér eins og farfuglarnir, að eltast við gott veður og njóta í leiðinni ódýrs matar og nauðsynja og nýta fjárfestinguna í Suðurlöndum.
Þetta veldur því að svo virðist sem þetta sé farið að bitna á fermingunum og fermingarveislunum, sem hafa verið snar þáttur í því að efla samkennd og ljúfar samvistir ættingja og vina á öllum aldri.
Þeirri spurningu má því varpa fram, hvort ekki sé ráðlegt að færa fermingarnar sem mest fram fyrir páskana inn í marsmánuð og hafa fermingatímabilið þá.
Færri fara á fjöll um páska en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.