Villandi samanburður milli rafbíla og dísilbíla.

Á einni af bloggsíðunum á blog.is eru fluttar þær fréttir úr Brussel times að þýskir sérfræðingar hafi reiknað það út að dísilbílar mengi minna í Þýskalandi en rafbílar. 

Út af þessu er lagt á þann veg að íslenski umhverfisráðherrann sé að boða algera dellu. Tazzari í litlu stæði

Þetta er skrýtin röksemdafærsla. Raforkan, sem þýskir rafbílar fá er að hluta til komin frá kolaorkuverum, en íslenska raforkan er öll komin frá vatnsorku og jarðvarmaorku. 

Útreikningar þýsku "vísindamannanna" eiga því ekki við hér á landi. 

Þegar greinin í Brussel times er lesin kemur í ljós að þýsku snillingarnir reikna út það kolefnisspor sem fylgir vinnslu og dreifingu lithium og magnesíum, allt frá náumgreftri yfir í bílana. 

Þarna sé um að ræða CO útblástur, sem verði til vegna nýtingar orkuberanna, en eigi að taka með í reikninginn. 

En hvergi er minnst á það spor sem fylgir vinnslu og dreifingu olíunnar, sem ekki verður komist án sem orkugjafa í formi eldsneytis.

Eitthvað hlýtur það að vera þegar ferillinn er skoðaður frá olíulind til hvers bíls. 

Fyrst verður mengun við olíuborun og flutning olíunnar yfir olíuhreinsistöðvar. Þar á eftir er olían flutt með olíuskipum til olíugeyma um víða veröld og síðan með olíubílum frá olíugeymunum yfir til bensínstöðvanna þar sem bensínið eða olían er loks sett yfir í bílana. 

Orkutap í rafhreyfli er þrefalt minna en í sprengihreyfli og jafnvel þótt orkan komi í rafhreyfilinn frá kolum eða olíu gerir þessi nýtni, sem er 90%, það að verkum, að rafbílarnir hafa forskot í þeim löndum, sem nota kolaorkuver og kjarnorku til þess að framleiða rafmagn. 

Yfirburða orkunýtni rafhreyfilsins í hybridbíl, sem ekki er hægt að setja rafmagn á, veldur því að uppgefnar eyðslutölur á hybrid bílum sýna 20-25 prósent minni bensíneyðslu enda þótt öll orka bílsins komi frá eldsneyti, sem að hluta til flutt yfir í rafhreyfil. 

Síðuhafi er sammála því að samanburður milli bíla með rafhreyfli og sprengihreyfli taki tillit til fleiri þátta en beins útblásturs úr bílunum eingöngu. 

En í umfjöllun Brussel times er ekki að sjá, að neitt hafi verið týnt til varðandi feril olíunnar í samanburði blaðsins, heldur eingöngu kafað ofan í sporið vegna ferils orkuberans, rafhlaðnanna.  Tazzar RAF, Náttfari og Léttir.

Síðuhafi notar rafreiðhjól, létt 125cc vespuhjól og minnsta, ódýrasta og umhverfismildasta rafbíl landsins til að fara ferða sinna innanlands, og getur vel verið, að vespuhjólið sé, þegar allt er tekið með í reikninginn, með minna kolefnisspor en rafbíll af venjulegri stærð. 

Það gæti verið efni í annan pistil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hefurðu lesið rannsóknina Ómar?

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2019 kl. 19:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bara það sem tengillinn á bloggsíðu Valdimars Samúelssonar vísar á. Fór í fyrra og hitteðfyrra í gegnum mikla umræðu um þessi mál þar sem öllu viðameiri rannsóknir voru kynntar en þessi þýska núna. 

Á erfitt með að skilja þessa miklu andstöðu hjá mörgum gegn rafbílum, vegna þess að aðalatriðið er það sama og á árunum 1940-85, að skipta út orkugjöfum; í það skiptið kolum og olíu út fyrir innlendan jarðvarma. 

Norðmenn væru ekki með olíusjóðinn sinn ef þeir héldu að olía væri endurnýjanlegur orkugjafi eins og sumir halda blákalt fram hér á bloggsíðunum. 

Ómar Ragnarsson, 20.4.2019 kl. 21:07

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ómar:

Þeir sem líkja rafmagnsbílaþvælunni við það þegar hitaveitan kom á Íslandi, ættu að prófa að setja hjól undir húsið sitt og negla súrheysturn á það. Þá heldur samlíkingin - og ferðafrelsið blasir við, alla leið upp í Öskjuhlíð. Þá er þvælan um "orkuskiptin" fullkomnuð, þar sem Orkupakki3 er sjálft gufubaðið

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2019 kl. 21:11

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég biðst afsökunar en mig skortir vit til að skilja þennan texta um súrheysturn uppi á íbúðarhúsi alla leið upp á Öskjuhlíð og Orkupakka 3 gufubaðið. 

Ómar Ragnarsson, 20.4.2019 kl. 21:26

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Rafmagn (eins og hitaveita), er versta hugsanlega orka til að knýja hreyfanlega hluti áfram.

Það er ekki hægt að geyma rafmagn og heitt vatn er of þungt og ferðast bara alls ekki. Þú ert að bera saman epli og grjót.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2019 kl. 21:30

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stærsta ástæða þess að rafbílar eru skynsamlegir á Íslandi er sú, að við framleiðum hér rafmagn á umhverfisvænan hátt. Rafmagnið er sett á geyma rafbílanna (það er sumsé hægt að geyma það, það vita eiginlega allir). Orkunýtingin sem slík er miklu hærri.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2019 kl. 21:53

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við erum að tala um orku, varmaorku, sem er talin í talin í tugum megavatta þegar hún er notuð til húsahitunar.

Ég er nógu gamall til að muna eftir því þegar það þurfti að kaupa kol, moka þeim í kolageymsluna í kjallaranum, síðan þaðan inn í kamínuna, kveikja í og skarka í kolunum. 

Og horfa á reykinn stíga upp úr strompinum. Og taka á mót slökkviliðinu þann dag sem var kvatt til þegar það kviknaði í timburmótum inni í reykháfnum, sem húsasmiðurinn hafði gleymt að rífa innan úr reykháfnum. (Ath. orðið "reyk-háfur".  

Í staðinn fyrir þetta kom heitt vatn sem "ferðaðist" heim til okkar og var alls ekki of þungt til þess að komast til okkar. 

Ómar Ragnarsson, 20.4.2019 kl. 21:57

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar minn taktu nú sönsum. Þessi rannsókn var birt nýlega og hér er aðalgreinin sem Brussel greinin er byggð á. Fyrir utan þessa þá er fullt af rannsóknum yfir sama efni. Varðandi Ísland þá er orkuparturinn ekki málið heldur mengunin vegna framleiðslu á þessum bílum og svo stærsti faktorinn að engin myndi kaupa 2ja eða 3ja ára rafmagnsbíl. Ómar hversvegna. Þú veist það. Lestu þessa. http://www.cesifo-group.de/ifoHome/presse/Pressemitteilungen/Pressemitteilungen-Archiv/2019/Q2/pm_20190417_sd08-Elektroautos.html 

Þú ert búinn að tapa þessu máli. :-)

Valdimar Samúelsson, 20.4.2019 kl. 23:02

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er ekkert gott við rafmagnsbíla. hugsaðu dæmið til enda. kuldar, snjóar ,raki hita á nóttunni svo þeir virki. Rafmagn til að hita þá á keyrslu. rafmagn til að halda rafgeymum heitum á keyrslu og meira í frosti. Gleymdu þessu.  

Valdimar Samúelsson, 20.4.2019 kl. 23:06

10 Smámynd: Hörður Þormar

Hans Werner Sinn, einn hinna þýsku sérfræðinga sem vitnað er í, sagði á síðasta ári, að loftslagsbreyting af völdum CO2 væri alvarlegt vandamál sem hafið væri yfir allan vafa.

Hann var hins vegar fullur efasemda um þær leiðir sem áformað er að fara til þess að leysa þetta vandamál, jafnvel þó að "sólarselluvellir" og "vindmilluskógar" ættu eftir að "prýða" allt Þýskaland.

Raforka mun vera u.þ.b. helmingi dýrari í Þýskalandi heldur en í Frakklandi, ástæðan er sú að Frakkar framleiða mikið af rafmagni sínu með kjarnorku.

Hörður Þormar, 21.4.2019 kl. 00:35

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Samkvæmt opinberum tölum þá er stór hluti þeirrar raforku sem notuð er á Íslandi frá kola- og kjarnorkuverum. Þetta er hluti af viðskiptum með hluti sem eru ekki til, á milli landa í ESB og EFTA. Miður gáfulegt, því í stóra samhenginu, innan þeirra þjóða sem einhver ákvað að bera okkur saman við, þá stendur Ísland langt niðri í mógröfinni, þó ekkert sé tilefnið.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.4.2019 kl. 02:58

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar ef ég má. Hvað myndir þú gera ef þú ætlaðir að skreppa erlendis í einhverja daga að vetri. Myndir þú treysta að rafmagnsbíllin héldi hleðslu í viku tvær eða þrjár. Það er einmitt svona faktorar svo endursalan en það kaupir engin notaðan rafmagnsbíl með fullu viti. Hvað þá að keyra milli Akureyri og Reykjavíkur um há vetur. Brrrr  í 20°C frosti aftur brrrr

Valdimar Samúelsson, 21.4.2019 kl. 12:13

13 identicon

Hárrétt Ómar. Allar rannsóknir sem leiða til þeirrar niðurstöðu að rafbílar mengi meira en bílar sem brenna dísli eða bensíni eiga það sameiginlegt að vera gallaðar að þessu eða öðru leiti. 

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 21.4.2019 kl. 13:48

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rúnar Spurningin sem er verið að svara í þessum greinum hér ofar er hve mikið kolefnis spor framleiðsla þeirra veldur og mun í framtíðinni. Ekki bara kolefnissporið heldur málmmengun vegna rafgeimanna eftir 3 til 5 ár. Hugsaðu rökrétt maður minn. Ég hef ekki efni á að kaupa sér bíl fyrir innkaup fyrir heimilið og myndi aldrei gera það með þetta í huga sem ég benti á ofar.

Valdimar Samúelsson, 21.4.2019 kl. 14:02

15 identicon

Vonandi er það ekki dónaleg að benda þér á að meira og minna allt sem þú hefur skrifað hér er vitleysa. Rafhlöðurnar t.d. endast mun lengur, það þarf ekki að vera nein veruleg mengun að farga rafhlöðunum. Þú sparar gífurlega á að vera á rafmagnsbíl. Það er ekkert mál að losna við notaða rafbíla. Og svo framvegis..

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 21.4.2019 kl. 15:18

16 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ómar

"En í umfjöllun Brussel times er ekki að sjá, að neitt hafi verið týnt til varðandi feril olíunnar í samanburði blaðsins, heldur eingöngu kafað ofan í sporið vegna ferils orkuberans, rafhlaðnanna."

Kolefnispor bíla sem brenna olíu er eftir reglum EU í þessari rannsókn. þar er framleiðsla olíunnar tekin með í reikninginn sem fasti sem mig minnir að sé 7%, það er að segja til að olían komist á bílinn þarf að brenna 7% af henni í framleiðslu og flutningi til notanda og bílar fá kolefnispor sitt eftir því (7% álag á rauneyðslu) Það er að segja öll losun sem við kemur orkugjafanum er þá líklega með í þessu.

það er hinsvegar ekki með í þessu framleiðsla á faratækjunum sjálfum og þeim innviðum sem þau þurfa, sem var kannski eins gott fyrir ykkur rafmagnsdellukallana því 20% þyngri umferð vegna rafmagnsbíla þýðir nálægt tvöföldun á vegsliti. Ef það er tekið með í reiknigin er niðurstaðan sú að ótímabær rafbílavæðing EU er mesta umhverfislys sögunnar.

Guðmundur Jónsson, 21.4.2019 kl. 15:25

17 identicon

Sæll Ómar.

Ekki ætla ég að ræða kolefnisfótsporsmun á dísel eða rafbílum.

Heldur, gaman að sjá daglegu fararskjótanna þína 3, Ómar.

Ég hedl ég fari rétt með, Ómar, að þú eigir enn í dag, öflugari fararskjóta knúna af öðrum orkugjöfum.  Bara ef þú skyldir þurfa á þeim að halda.

Það finnst mér skynsemi. 

Persónulega, þá hef ég meiri trú á slíkri samsetningu á faraskjótum, en almenningssamgöngum.  Að hver og einn reyni að ferðast með eins vistvænum hætti og unnt er, með því að eiga nokkra fararskjóta af mismunandi stærð og tegund, helst knúna vistvænum orkugjafa, ef hægt.  

þannig vidi ég hafa það á m+ínu heimili, en hið opinbera og tryggingafélög eru ekki að liðka fyrir, með núverandi skráningarreglum og gjöldum.  Og hverju vildi ég breyta ? Jú, maður notara bara einn fararskjóta í einu !

Mikið rétt, sem sagt er um rafbíla og rafknúinn farartæki, rafmótor er sá mótor sem nýtir orkuna best, af öllum þeim mótorum sem við þekkjum í dag, og er einfaldur í smíði og viðhaldi.

Stór gallinn liggur í orkuberanum, sjálfri rafhlöðunni, hún hefur lélega orkurýmd.  Þetta hef ég fjallað um áður.

Ég hef ekki áhyggjur af raforkuframleiðslu hérlendis, ekki til almennings. Stóriðjan er að nota meirihluta þess rafmagns sem við framleiðum.

Ef við þurfum meiri rafmagn, þá er tvennt fljótlegast og umhverfisvænast, að loka stóriðjunni eða fara í miklar rafmagnsskammtanir til almennings og minni orku-notenda.

En eins og ég sagði, ég hef ekki áhyggjur af raforkuframleiðlsu okkar, heldur hver það er, sem ætlar sér að eiga orkuna, orkuframleiðsluna og selja okkur hana í framtíðinni, og dreifa orkunni til okkar.

Hver skyldu tengslin vera, á milli þeirra sem auglýsa og dásama rafbíla og orkuskiptin mest, og þeirra sem eiga orkuframleiðsluna eða dreifinguna ?

Það er lika hægt að græða beinharða peninga á þessu, ekki síður en umhverfisvæn gróði.

Kveðja,

Heimir H: Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 21.4.2019 kl. 20:43

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er búinn að eiga og nota rafbíl í eitt og hálft ár og hef ekið honum rúmlega 5000 kílómetra og hef getað farið rólegur frá honum í tvær vikur án nokkurra vandræða. 

Hann er búinn að standa úti allan tímann, en "kuldi, snjóar, raki og að það þurfa að halda á honum hita á nóttunni"; allar þessar ástæður sem hafðar eru á móti honum, hafa ekki haft minnstu áhrif á hann, síst af öllu bábiljan um að það þurfi að halda bílnum heitum á nóttinni.  

Ómar Ragnarsson, 22.4.2019 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband