Þarf alltaf öll þessi ósköp af plastinu?

Gamli skemmtilegi "nöldrarinn" Andy Rooney heitinn, sem var með ca tveggja mínútna pistil árum saman í lok bandaríska sjónvarpsþáttarins 60 mínútur, var eitt sinn óborganlegur þegar hann tók fyrir þær oft tröllauknu umbúðir, sem ýmis söluvarningur væri settur í.Plastumbúðir 

Rooney vann mikla undirbúningsvinnu vegna viðfangsefnisins og hrúgaði upp umbúðunum fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 

Síðuhafi þurfti ekki að leita lengi til þess að finna dæmi um þetta, nýbúinn að kaupa tvö lítil og einföld millistykki í snúrur, sem voru í svo rammgerðum kössum úr hnausþykku plasti,að engin leið var að opna kassana með handafli, heldur þurfti öflug skæri, hnífa eða hliðstæð áhöld til að brjóta sér leið inn í herlegheitin ná varningnum út. 

Hér er annar kassinn í súpudiski. 

Millistykkið inni í kassanum á þessari mynd er 7 sentimetra langt og einn sentimetri í þvermál, en kassinn er 150 rúmsentimetrar og gæti því rúmað minnst 20 stykki!  

Rooney velti fyrir sér hvort hinar rammgerðu og klunnalegu umbúðir utan um suma hluti væri hafðar svona miklar að umfangi til þess að gefa í skyn að innihaldið væri margfalt dýrmætara en það raunverðulega væri. 

Einnig hvort með þessu verið væri verið að hafa þetta svo rammgert, að því yrði síður stolið. 

Eða hvort hugsunin væri sú, að ef þetta væri jólagjöf, myndist byggjast upp þeim meiri spenningur og tilhlökkun sem erfiðara væri að opna herlegheitin. 

Það gæti brugðið til beggja vona með það hjá fólki þar sem gjafirnar væru margar og því leiðinlega tafsamt að standa í langdregnu veseni við að reyna að brjótast inn úr umbúðunum. 

Á þeim tíma sem Rooney var með þennan pistil var ekki byrjað að "gúgla" eins og síðar varð, og þess vegna varð úr því auka skemmtun þegar hann leitaði í bókaverslunum um eitthvert lesefni um þetta málefni og fann loksins eina bók um efnið, sem var að vísu inni í myndarlegum umbúðum, en samkvæmt texta auglýsingar um bókina, átti hún að geta verið notadrjúg fyrir þá sem þyrftu leiðbeiningar um opnun umbúða. 

En, - viti menn, - utan um bókina reyndust vera svo rammgerðar umbúðir, að Rooney féll á tíma í miðju kafi við að reyna að opna þær!


mbl.is Markaðurinn er yfirfullur af plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iðnaðarhampurinn var bannaður til að koma plasti og nylon að. Örplastmengun um allt.

GB (IP-tala skráð) 20.4.2019 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband