21.4.2019 | 15:57
Mikill undirliggjandi hefndarhugur.
Hefndarhugur er einhver skelfilagasti eiginleiki mannsins. Stundum er verið að hefna fyrir atburði fyrir mörgum öldum, eins og gerðist í átökunum á Balkanskaga eftir sundrun Júgóslavíu.
Síðuhafi uppgötvaði þetta beint í vetrarferð 2006 til Demyansk í Valdaihæðum nokkur hundruð kílómetrum fyrir norðvestan Moskvu. Gömul kona var spurð um grimmd þýsku hermannanna, sem illræmd var í heimsstyrjöldinni þegar 100 þúsund manna þýskur her var innilokaður í Demyansk í fjóra mánuði og hver hermaður hafði skotleyfi frá Hitler að geðþótta.
En sú gamla sagði, að Finnarnir í hernámshernum hefðu verið verri.
Aðeins ein ástæða gat legið til þess: Finnarnir höfðu harma að hefna frá innrás Rússa í Finnland í desember til mars ári áður.
Fyrir um áratug lauk grimmilegu stríði uppreisnarmanna Tamíla á Sri Lanka með því að stjórnarherinn strádrap Tamilana án þess að alþjóðasamfélagið deplaði auga.
Sjálfir höfðu Tamílarnir beitt hryðjuverkum áður.
Í andrúmsloftinu eftir slíka grimmilega óöld er mikill eldsmatur fyrir hefndarhug, sem verður enn svakalegri en ella ef trúarofstæki er eldsneytið.
Líkurnar á því að grimmir múslímskir öfgamenn nýti sér slíkt andrúmsloft heiftar og blóðþorsta eru miklar.
Taldi Sri Lanka öruggan stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.