Veðjað á orkupakka 3 og 4 og tvo sæstrengi?

Í pistli hér á síðunni í morgun um áformað vindorkuver í Garpsdal og skort á heildarsýn fyrir vindorkuver á Íslandi er fjallað nokkuð um vindorkuverið stóra nálægt Búðardal, sem hefur verið í undirbúningi undanfarin ár og er nú í ferli hjá viðkomandi opinberu stofnunum. Vindorka, Búðardalur

Það er galli við rekstur vindorkuvera, að of mikill eða of lítill vindur geta gert afköstin óstöðug. Fyrir slíkt orkuver er æskilegast að vera í tengslum við svo stóran og frjálsan orkumarkað, að ævinlega fáist hæsta markaðsverð fyrir vindorkuna, sama hvernig vindurinn blæs. 

Það skyldi þá ekki vera að þeir sem nú spretta upp með nýjar stórvirkjanir á vindorku á prjónunum séu að veðja á orkupakka 3 og 4 og tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu? 

Því að í Norður-Evrópu eru strengirnir að minnsta kosti tveir út frá hverju landi til þess að tryggja afhendingaröryggi. 

Tveir sæstrengir til Íslands sem kosta hátt í þúsund milljarða hvor kalla að sjálfsögðu á miklu fleiri virkjanir en einn strengur. 

Og skýra vel þann mikla þrýsting hjá Landsneti að njörva landið allt niður í net risaháspennulína, meðal annars í tveimur "mannvirkjabeltum" þvert yfir miðhálendið.  


mbl.is Vilja reisa 24 vindmyllur í Dalabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hve mikið þarf að hækka raforkuverðið til neytenda hér á landi til að standa undir þúsund milljarða fjárfestingu? Einhver hefur þegar reiknað það út.

Júlíus Valsson, 24.4.2019 kl. 00:10

2 identicon

Orkupakki 3 og brexit, Norðmenn kippa Bretum úr sambandi og færa kapalinn til okkar. Norðmenn leggja svo stubb yfir til Danmerkur og síðan margfalt ódýrari risa háspennulínur gegnum Danmörk og beint strik gegnum Þýskaland, Holland og Belgíu til að selja Frökkum rafmagn. Mælanlegt brot af því gæti verið komið frá okkur. Spánverjar geta svo sett upp sólarsellur og lagt fjölda rafstrengja yfir Franskar sveitir til að selja Þjóðverjum sólarrafmagn. Og Danir borað gegnum Alpana til að selja Ítölum vindmillurafmagn. Og enginn getur stöðvað þannig framkvæmdir. Sæstrengir og háspennulínur hafa algeran forgang sem þjóðríkin verða að virða og geta ekki stöðvað.

Þannig er okkur sagt að hinn hræðilegi orkupakki 3 virki.

Vagn (IP-tala skráð) 24.4.2019 kl. 01:15

3 identicon

Áhugavert að  sjá verðþróun á rafmagnsverðií Noregi síðustu 10 ár:

https://www.ssb.no/en/energi-og-industri/artikler-og-publikasjoner/record-high-electricity-price-for-households?fbclid=IwAR1kDOw_oCjEg2ITdIwnM_uaTqYBRFlHw8_-RU2sd_m6Qi_P7Hp_Q61ykTs

En verð á kílówattstund hefur hækkað úr um 16 í 48 aura á þessu tímabili, án flutnings og skatta.

En á þessu sama tímabili er tekinn upp orku uppoðsmarkaður og aukinn útflutningur á rafmagni til annara landa

Dagur Bragason (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 08:17

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta með ójafna framleiðslu frá vindorku er jafnað út með stórum batteríum og í Ástralíu hefur þetta borgað sig eins og fjallað er um hérna.

Frétt 1: https://www.theguardian.com/technology/2018/sep/27/south-australias-tesla-battery-on-track-to-make-back-a-third-of-cost-in-a-year

Frétt 2: https://www.theguardian.com/technology/2019/feb/18/tesla-big-battery-is-holding-its-own-in-a-burgeoning-energy-storage-market

Jón Frímann Jónsson, 25.4.2019 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband