25.4.2019 | 12:53
Í skaðabótamál við Boeing, sem bítur höfuðið af skömminni.
Bilunin í vél Icelandair, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is, er líkast til ekki alvarleg þótt allrar gætni sé gætt, og er fyrirbæri, sem ævinlega má búast við varðandi öll samgöngutæki.
Öðru máli gegnir um stórmál eins og stórslysin tvö á Boeing 737 MAX nýlega.
Icelandair ætlar í skaðabótamál við Boeing-verksmiðjurnar vegna gallanna í stýribúnaði 737 MAX 80 vélanna, sem félagið keypti og var byrjað að taka í notkun.
En tvö svipuð stórslys á þeim með fjögurra mánaða millibili ollu því að allar þotur af þessari gerð voru kyrrsettar og sýnast verða það áfram að minnsta kosti í sumar.
Í ljósi þessa máls alls eru þau ekki falleg, hrokafull ummæli forstjórans um að ekkert hafi verið að vélunum, heldur hafi það verið flugmönnunum að kenna að þoturnar tvær fórust.
Þessi viðbrögð forstjórans kunna að vísu skiljanleg í ljósi þeirra fjárhæða, sem um kann að vera að ræða fyrir alla aðila, en ummæli, sem fjallað er um í pistli hér á undan, geta varla flokkast undir annað en fádæma hroka og ósvifni.
Með þeim er höfuðið bitið af skömminni, sem var undanfari þessa alvarlega máls og hefur verið að koma í ljós í athugunum á aðdragandanum að þessu máli.
Vél Icelandair snúið við vegna bilunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.