Ekki seinna vænna að draga þá línu, sem verður að draga.

Í grein síðuhafa í Fréttablaðinu í gær voru nefndir tíu stefnumarkandi vegvísar á þeirri leið, sem áhrifamikil öfl í þjóðfélaginu hafa markað undanfarin ár til þess að þvinga þá endanlega niðurstöðu fram að helstu og ómetanlegustu náttúruverndarverðmætum landsins verði fórnað á altari óstöðvandi græðgi virkjanafíklanna. 

Hræðsluáróðurinn varðandi það að ekki megi anda á kröfurnar sem búa að baki orkupökkunum nema að það setji EES samninginn í uppnám er veginn og léttvægur fundinn af helsta talsmanni þessa samnings hér á landi frá upphafi, Jóni Baldvini Hannibalssyni og ætti að vera skyldulesning íslenskra kjósenda, sem hafa kosið Alþingsmenn til þess að vera í vinnu hjá sér, en ekki öfugt. 

Við hvert skref, sem tekið er við innleiðingu orkupakkanna er hjalað um það, að það verði að fresta því að draga endanlega línu þangað til síðar og segja þá: Hingað og ekki lengra. 

En með hverju undanhaldssskrefi verður slík ákvörðun erfiðari og jafnvel óframkvæmanleg þegar að henni kemur. 

Þetta minnir óþyrmilega á þekkt fyrirbæri hjá áfengisfíklum þegar þeir færast í raun sífellt undan aðgerðum í sínum málum með því að segja: Ég ætla að hætta að drekka á morgun. 

Augljóst er, þegar málið er skoðað, að skást hefði verið að nota tækifærið til þess að draga þessa línu sem tryggilegast á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 2017. 

Það var að vísu því miður ekki gert, en nú er ekki seinna vænna en að koma þessu í verk og hafa í huga margar undanþágur svo sem um dönsk sumarhús, svo að eitthvað sé nefnt. 


mbl.is „Viljum við taka þessa áhættu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Nafni minn, þessi pistill þinn er hrein snilld.

"Hræðsluáróðurinn varðandi það að ekki megi anda á kröfurnar sem búa að baki orkupökkunum nema að það setji EES samninginn í uppnám er veginn og léttvægur fundinn af helsta talsmanni þessa samnings hér á landi frá upphafi, Jóni Baldvini Hannibalssyni og ætti að vera skyldulesning íslenskra kjósenda, sem hafa kosið Alþingsmenn til þess að vera í vinnu hjá sér, en ekki öfugt. ".

Hefði dregið allt út  ef íslenskukennarinn minn hefði ekki skammað mig fyrir slíkan útdrátt, bað mig að stjórna hrifnæmni minni, finna það sem ég hefði helst ekki viljað að hefði verið sleppt, eða ekki sagt.

Svona tala aðeins Landvættir, og ég hef sagt það áður, líklegast í fyrsta skiptið þegar þú bjóst til flugbrautina við Kára með einhverjum brúsum, og segi það enn, þú átt sess í skjaldamerki Íslands, jafnvel allar höfuðáttirnar.

Ögmundur, þú, Styrmir, Jón Baldvin, já og Sighvatur og Hjörleifur, Jón Bjarnason og Tómas Olrich, þið rísið upp eins og Fönix, í eldslogum ættjarðarástar, sem er ást bæði gagnvart þjóð og landi.  Á árum áður ekki alltaf sammála, og sjálfsagt margir ekki vitandi um þann þroska sem þeir sýna i dag.

En eruð eitt, viljið það sama.

Skjöld og skjól fyrir land okkar og þjóð.

Þessi pistill þinn fer fremst í þá skjaldborg sem mætir ólögum málaliða græðginnar sem knýr áfram þessa landsölu.

Ásamt því að upplýsa og fræða krakkana sem núna ráða, en hafa ekki þroska til að skilja hvað er undir.

Þau vilja vel, en þau eru afvegleidd.

Og þurfa sinn ljósvita til að rata álinn í gegnum skerjagarðinn.

Þú ert að magna upp slíkt ljós.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 20:51

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur það hindrað græðgi virkjanaaflanna fram til þessa, að löggjöfin sem nú er til umræðu hafi ekki verið til staðar, Ómar?

Ég veit nefnilega ekki betur en að stærstu náttúruspjöllin sem hingað til hafa verið unnin hafi einmitt verið í boði íslenskra stjórnmálamanna, hinna sömu og margir virðast nú skyndilega líta til sem einhverra verndara íslenskrar náttúru fyrir ásælni stórfyrirtækja.

Og er það ekki nokkuð ljóst að stærstu hagsmunirnir, í baráttunni gegn orkupakkanum, liggja einmitt hjá stórfyrirtækjunum sem nú fá úthlutað orku langt undir kostnaðarverði?

Er það að furða, þegar litið er á málflutning einarðra náttúruverndarsinna sumra, í þessu máli, að hugtakið nytsamur sakleysingi komi upp í hugann?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2019 kl. 11:20

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Hingað og ekki lengra! Áfram Ísland!

Júlíus Valsson, 27.4.2019 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband