27.4.2019 | 19:52
Er þetta líka múslimum að kenna?
Ástralskur þingmaður hélt því fram eftir hryðjuverkin í Christchurch á Nýja-Sjálandi, að fórnarmlömbin hefðu getað sjálfum sér um kennt, af því þau hefðu verið múslimar og að alls staðar þar sem múslimar væru að iðka sína hræðilegu trú, væri viðbúið og rökrétt að friðsamt kristið fólk gripi til sinna ráða.
Hér heima mátti sjá þá greiningu, að almennt séð væri rökrétt að hryðjuverk færu í vöxt, því að Múslimatrú fylgdu alls staðar hryðjuverk.
Væntanlega má þá skilgreina nýjustu árásina í Kaliforníu á hliðstæðan hátt, þótt ódæðismanninum misstækist ætlun sín að því leyti, að geta hvorki drepið neinn alveg, né heldur að neinn hinna seku væru múslimar. En hann útskýrði verknaðinn með því að hann hefði haldið að fólkið væri múslimar.
Kenningin um allsherjar sekt allra múslima innifelur að sjálfsögðu hin hrikalegu hryðjuverk á Shri Lanka, þar sem múslimasamtök hafa lýst ódæðunum á hendur sér.
Þau sögðust vera að hefna fyrir ódæðin á Nýja-Sjálandi, og þar með lokast pottþéttur hringurinn í kenningunni um að múslimar eigi sök á hryðjuverkaöldu nútímans.
Síðuhafi leyfir sér samt að vera hugsi yfir þessari kenningu.
Taldi fórnarlömbin vera múslíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hryðjuverkin, og stríðið gegn hryðjuverkunum, er vítahringur sem á sér rætur í tortryggni og vanþekkingu fyrst og fremst. Í hinum íslamska heimi er nóg af popúlistum sem hefur tekist að telja kjánum trú um að allt sé þetta vesturlöndum að kenna. Á vesturlöndum er nóg af popúlistum sem hefur tekist að telja kjánum trú um að allt sé þetta múslimum að kenna.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2019 kl. 20:55
Takk, Þorsteinn. Ég hefði alveg verið tilbúinn til að lengja pistil minn um nákvæmlega þessa athugasemd þína.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2019 kl. 21:01
Ég man eftir átakanlegu atriði úr myndinni, "Der Untergang", þegar Magda Göbbels birlaði börnunum sínum eitur áður en þau hjónin sjálf fyrirfóru sér. Svo sjúklegt ofstæki er, sem betur fer, nær einstakt í okkar menningarheimi.
Í heimi múslima virðist vera ótölulegur fjöldi manna sem er þess reiðubúinn að fórna sínu eigin lífi til þess að drepa eða örkumla saklaust fólk, jafnvel lítil börn.- Jafnvel sínar eigin konur og börn eins og nýjustu dæmi sýna.
Hvað er það í trú og hugarheimi þessara manna sem fær þá til þess að gera slíkt?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 21:41
Íslam, múslímar eða annað skiptir ekki máli fyrr enn handhafar trúarbragðanna ákveða að hinir þessir heiðnu skuli drepnir því að trúarbrögðin eru þeim heilagari en líf.
Lífið er þó allnokkuð eldra en þessi heimskulegu trúarbrögð, Þetta er undarlega skrítilega fáránlegt að horfa á fyrir mann sem aðhyllist kristna siðfræði sem að inniheldur góðar hugmyndir um mannleg samskipt og virðingu jafnt fyrir mismunandi vel gefnum.
Múhameð sótti það sem hann vantaði með afli, hvort sem það var matur eða gull, en hann var líka þrælahaldari og perri sem að stal og nauðgað barnungum stúlkum.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.4.2019 kl. 21:59
Það er sjálfsagt að halda því til haga þegar múslimar eru ekki á bak við eitthvað hryðjuverk, enda er það meiri frétt að þeir séu ekki á bak við eitthvað hryðjuyverk, en að þeir séu á bak við það, enda eru þeir á bak við 70-80% hryðjuverka sem framin eru, myndi ég áætla varlega. Alveg nóg fyrir múslimagreyin að bera þá byrði, þ.e. 70-80% hryðjuverka.
Fyrst Ómar er svona hugsi yfir einhverri kenningu sem ég skil ekki alveg, þá vil ég segja að ég er enn meira hugsi yfir því að ódæðið í Sri Lanka skuli fá minni athygli en ódæðið í Christchurch. T.d. í prédikun biskupsins, þrátt fyrir að fórnarlömbin í Sri Lanka hafi verið hennar umbjóðendur, en ekki fórnarlömbin í Christchurch. Nema hún hafi gerst múslimi, en þá á hún auðvitað að segja af sér sem hirðir kristinna.
Theódór Norðkvist, 28.4.2019 kl. 09:39
Árlega bíða tugir milljóna manna, tímunum saman, eftir því að komast í gegnum vopnaleitarhliðin á flugstöðvum heimsins. Svona er þetta búið að vera í nokkra áratugi og verður áfram um ófyrirsjáanlega framtíð.
Hvernig stendur á því? Hverjir voru þeir sem fórnuðu lífi sínu til þess að ræna og sprengja flugvélar með öllum farþegum og áhöfn? Voru þeir ekki allir múslimar? Ég man ekki eftir öðrum.
Allah er mikill!
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 11:06
Flest trúarbrögð hafa það einkenni að vera frekar í nöp við þá sem tilheyra þeim ekki. Hafi þau öll rétt fyrir sér hefur það ákveðnar afleiðingar. Sjá nánar hér:
https://www.youtube.com/watch?v=a6DSXNO8BUU&index=35&list=PLuB3wmjsgiukg02IMf-uzmfHFX8hss8v3
Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2019 kl. 13:02
Kristni er tvímælalaust blóðugustu trúarbrögð allra tíma, þannig að þeir geta vara verið að setja sig á háan hest.
Muna að sá sem virðir trúarbrögð, vanvirðir manneskjur.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.